Í gær gengum við frá sölunni á honum Massa mínum. Við fengum 75.000 kr fyrir hann og ég er sátt við það miðað við ástandið sem hann var í. Við erum alveg ofsalega fegin að ná að losna við hann áður en við förum til Flórída svo við þurfum ekki að láta aðra sjá um að selja hann meðan við erum í burtu. Við erum búin að láta nýa eigendur skrifa undir pappírana, láta þau fá vetrardekkin og fara niður á Umferðastofu til að láta afskrá bílinn af okkur og yfir á þau.
Ég segi því bara far vel Massi og njóttu nýa líf sins með nýum eigendum.
Massi lengi endist ;)
Spennandi tímar framundan
11 years ago
No comments:
Post a Comment