Sunday, July 16, 2006

Nokkrar mydir af Mosla mínum

Langaði að skella inn nokkrum góðum af hundinum mínum sem ég hef verið að taka upp á síðkastið.

Byrjum á einni þar sem hann fékk hnetusmjörsdollu til að sleikja um daginn. Hann var að sjálfsögðu alveg ofsalega ánægður með það og sleikti af áfergju.

Við Fórum að leika úti í garði um daginn einn af þeim örfáu sólardögum sem hafa verið. Moli spókaði sig bara vel og naut þess að láta sólina leika um sig.











Við fórum á Rauðavatn um daginn og ég ákvað að láta Mola taka smá sundsprett sem og hann gerði. Þarna er hann að bíða eftir að fá smá pulsur hjá mömmu sinni fyrir að vera svona duglegur.

Ég hef það ekki lengra að sinni njótiði bara vel myndanna af dúllunni minni.

Kveðja Fjóla

1 comment:

Anonymous said...

Ohh hann er algjör snúlli :) Ótrúlega sætur :D