Það var sko nóg að gera í gær hjá mér. Dagurinn byrjaði á því að ég vaknaði og gerði mig til að fara hjólandi upp á Lind þar sem ég er búin að taka að mér að vinna við miðasölu á Ron Kenoly sem er kristilegur lofgjörðarsöngvari. Hann verður með tónleika í Fíladelfíu kl 20 þann 9. ágúst. Ég lagði afstað mjög snemma til að vera mætt tímanlega. Á leiðinni hjóla ég framhjá húsi þar sem eru tveir fullorðnir íslenskir hundar (rakki og tík) bundnir inni í girðingu og tveir lausir íslensklir hvolpar hlaupandi um í næsta garði og á grasfleti rétt við götuna. Mér leist ekkert á þetta og ákvað að hringja í lögguna og sjá hvort þeir gætu gert einhvað. Ég beið fyrir framan í rúmlega klukkutíma og engin kom þannig að ég hringdi aftur og fékk þá samband við hundaeftirlitið og þau sögðu að þau mættu ekki fara inn á lóðina en myndu senda einhvern til að tékka á þessu. Ég ákvað að bíða ekki lengur þar sem ég var orðin rúmlega hálftíma of sein að fara upp á Lind en Linda vissi af því svo það var í lagi ég vona bara að einhver hafi komið og hjálpað þessum hvolpa rassgötum ;).
Það var fínt að vera uppá Lind og selja miða bara mjög róleg og þægileg stefning. Ég dreif mig svo heim rétt fyrir tvö til að þrífa bílinn að innan áður en við færum og fengjum skoðun á hann hjá Toyota. Davíð kom heim rétt yfir fjögur og þá drifum við okkur til Toyota til að sjá hvaða tilboð við gætum fengið. Við ákvaðum eftir skoðunina að reyna að selja bílin sjálf og sjá hvort við gætum ekki fengið að eins meira fyrir hann en þeir gátu boðið. Við fengum afslátt hjá Sigga á Aygonum sem var svona allt í lagi en erum núna að vonast til þess að við getum líka fengið nagladekk hjá honum ofaná afsláttinn en ég veit ekki hvernig það fer fyrr en seinna í dag. Við Davíð erum svo heppin að eiga góða að og þá sérstaklega hana ömmu mínaog hann afa minn sem ætla að gefa okkur 200.000 kr upp í bílinn og það er alveg frábært.
Við auglýstum bílinn í gær til sölu á mbl.is þannig að ef þið vitið um einhvern sem vantar ódýran bíl endilega látið þau vita og þau geta hringt í okkur;). Næsta skref í dag er ða tala við Sigga aftur og sjá hvða kemur út úr því og svo líklega kaupa bílinn :D.
Ég hef það ekki meria að sinni.
Kveðja Fjóla
Spennandi tímar framundan
11 years ago
No comments:
Post a Comment