Tuesday, March 12, 2013

Mikið að gera

Það er sko nóg að gera hjá okkur þessa dagana. Ég og Salómon Blær vorum að byrja í leikfimi hjá Hreyfilandi sem okkur finst voðalega skemmtilegt en ég er svona að koma mér afstað í hreyfingu og þetta er góð byrjun til að koma sér afstað. 
Á morgun fer Salómon Blær og við öll í myndatöku sem verður heljarinnar húlum hæ þar sem myndatakan er í Keflavík. Annað kvöld er svo saumaklúbbur sem ég hlakka mikið til að fara í enda er Ingibjörg á landinu sem gerist ekki oft. 
Salómon Blær á svo panntaðann tíma í sprautu á fimmtudaginn en þetta er 6 mánaða sprautann sem hann er að fara í sem hann komst ekki í áður en hann fór til Flórída. 
Núna fer líka að síga á seini hlutan í áfanganum mínum í skólanum en loka prófið er í næstu viku og það er sko nóg að gera fyrir það. Linda amma ætlar eitthvað að vera hjá Salómon Blæ á meðan ég les fyrir próf annars kæmi ég nú ekki miklu í verk :S. 
Annars er allt gott að frétta af okkur allir hressir og kátir. 

Over and out. 

Fjóla og co

No comments: