Þá er mars mánuður alveg að klárast en það hefur sko verið nóg að gera hjá okkur í þessum mánuði.
Við Salómon Blær erum búin að vera í Hreyfilandi allann þennan mánuð sem hefur verið alveg rosalega skemmtileg tilbreyting og góð hreyfing fyrir mig ;D. Sundið er aftur komið á fult en ég stefni að því að klára allavegana apríl mánuð og líklegast útskrifast þá. Á morgun er okkur boðið til afa og ömmu í Brúna í kjötsúpu sem verður bara rosalega skemmtilegt svo er einhver séns að það verði saumaklúbbur um kvöldið en við erum allar á landinu eins og er :D.
Okkur hlakka alveg hrillilega til páskafrísins en það byrjar formlega á morgun :D. Okkur er boðið í skírn hjá stráknum hennar Lillyar á sunnudaginn og hlökkum við mikið til þess og ekkert smá spennt að fá að vita hvað hann á svo að heita :D.
Annars er Salómon Blær elsku kallinn orðin svo duglegur og er allur á fullu að reyna að læra að skríða sem gengur svona ágætlega en hann er orðinn mj0g fær á því að toga sig áfram á maganum út um allt :D. Hann er líka að ganga í gegnum það núna að efri framtennurnar eru að brjótast í gegn og það hafa verið nokkrar erfiðar nætur (sérstaklega nóttin í nótt) þar sem hann hefur átt erfitt með að sofa og ég þurfti að gefa honum tvisvar að drekka til að hjálpa honum að sofna aftur sem hefur ekki gerst síðan hann hætti að fá brjóst á næturnar.
Við höfum það annars alveg frábært og hlökkum bara til páskana :D.
Kv Fjóla og co
1 comment:
Gleðilega páska hafið það ótrúlega gott :)
Páska Knús Kristín
Post a Comment