Sunday, March 03, 2013

Logsins að komast yfir jet lag... vonandi ;D

Jæja það lítur allt út fyrir að allir á þessu heimili séu loksins að komast yfir á íslenskan tíma. Salómon var ekki nálægt því að vera eins þreyttur í dag eins og hann hefur verið og vona ég að það sé góðs viti :D. 
Annars áttum við fína helgi, kíktum á Þjóðminjasafnið með pabba og mömmu á laugardaginn sem var mjög skemmtilegt og höfum svo verið að taka því rólega heima í dag. 
Ég fór út með Mola í smá kvöld labb áðan og er búin að uppkötva að hann virðis vera með dípra gelt þegar hann er hræddur en ætlar ekki að láta nein vita af því eða þegar hann er að vara mig viða einhverju sem hann telur hættulegt. Við löbbuðum á gólfvellinum hérna rétt hjá okkur og á honum voru nokkrar gröfuskóflur sem hann var ekki viss um og gaf þá frá sér þetta djúpa flota gelt ;D. 
Salómon Blær hefur þróað mér sér nýjan myndavéla svip en alltaf þegar ég tek upp myndavélina þá gefur hann frá sér þennann svip...




 Mér finnst þetta náttúrulega alveg hrillilega krútlegt því ég hef bara þurft að taka up vélina og þá gerir hann þennann svip :D. En ef ég er dugleg þá næg ég nokkrum venjulegum myndum sem ég ætla líka að leifa ykkur að sjá :D. 



 Hann er orðin svo duglegur að sitja en spurningin er hvernar hann fer að skríða?????

 Slef bollan 

 Ég er bara að leika mér með kubbana mína :D

 Á leiðinni heim frá Þjóðminjasafninu :D

 Moli hjá pabba sínum meðan hann er að keyra 

Við fórum svo öll saman í labbitúr með Mola á laugardaginn

Sendi bara knúsa og kossa á ykkur öll og Guð veri með ykkur

No comments: