Sunday, December 30, 2012

Salómon Blær 5 mánaða og Davíð minn 28 ára :D

Jæja þá er hann Salómon Blær búinn að ná þeim áfanga að vera orðinn 5 mánaða gamall og er hvorki meira né minna næstum því farinn að sitja alveg sjálfur :D. 
Davíð minn á afmæli í dag og er loksins búinn að ná mér í nokkra daga ;D. Við fengum tengdó, Guðlaugu og benjamín til okkar í hádeginu þar sem við borðuðum, spiluðum og spjölluðum. Salómon Blær vaknaði svo af værum blundi um miðbik spilsins og fékk alla athygglina ;9. 
Við kíktum svo seini partinn til pabba og mömmu þar sem allir í pabba ætt voru mættir og það  var spjallað og haft það kósý :D. 
Núna erum við Davíð að undirbúa gamlárskvöldið en við fáum tengdó, GM og BR í mat en það verður boðið upp á lambalæri sem er eldað í 18 klukkutíma í boka sem er fullur af smjöri og kryddjurtum sá poki er svo settur í vatnsbað og eldaður við 67 °C. Við verðum svo með sætar karteflur eins og við vorum með á Thanksgiving og kornbrauð. Í forrétt er fiskisúpa og brauð og í desert er Brownie með pekanhnetum og karamellusósu ;D. 
Ég svar svo heppin að fá að sjá nýja frændann minn sem fæddist þann 27. desember en hann er alveg hrillilega flottur strákurinn.
En ein mynd af fjölskildunni svona jóla jóla áður en jólin klárast alveg ;D. 


Tuesday, December 25, 2012

Takk svo endalaust fyrir okkur öll sömul :D

Við hérna í Mosfellsbænum erum gjörsamlega overwhelmed yfir öllum þeim gjöfum sem við fengum og þá sérstaklega Salómon Blær sem fék ALLT OF mikið. Við erum farin að vera soldið mikið stressuð yfir komandi jólum ef barnið er að fá 27 gjafir í ár (og fleiri á leiðinni) og hann ekki orðinn 6 mánaða :S. 
EN við vorum náttúrulega dugleg með myndavélina á fyrstu jólum sonar okkar og ætla ég að deila þeim með ykkur eins og alltaf ;D. Við viljum bara enda með að þakka öllum fyrir allt sem við höfum fengið og megi Guð gefa ykkur áframhaldandi frábæra jólahátíð :D.

 Varð að taka eina í viðbót af borðinu þar sem ég var svo ánægð með það ;D

 Moli var ekki lengi að koma sér fyrir á úlpunni hennar Guðlaugar Maríu frænku

 Jólasveina feðgar :D

 Fallegasta jólabarn í geiminum

 Halló :D

 Moli var alveg uppgefinn eftir gestaganginn :D

 Þarna eru allar jólagjafirnar komnar undir tréið... já eða allar þær sem komust undir tréið í raun og veru ;D

 Fyrstu jólin hjá þessari litlu fjölskyldu eins og hún er í dag :D

 amma að knúsa litla jólakallinn

 Þá er maður kominn í jólanáttfötin :D

 Ég veit ég er alveg ógeðslega sætt hreindýr ;9

 Feðgarnir rauðir og fínir 

 Salómon blær fékk fult af flottu dóti en þarna er hann með þrenn af þeim sem hann fékk en hann er strax búinn að fara í bað með mörgæsinar frá Sigurvin Elí frænda og það fanst honum sko ekki leiðinlegt

 í morgun kom prinsinn upp í og fékk að horfa á morgunsjónvarðið með okkur

 Moli svaf bara á meðann :D

 og kúrði sig 

 Þarna eru svo allir strákarnir í lífi mínu að kúsa saman

 fallegasti

 Gott að kúra með Mola sín

 Svo sætir saman

Salómon Blær að herma eftir Mola stóra bróður :D

Gleðileg jól öll sömul :D 

Monday, December 24, 2012

24. desember :D

 jólin alveg að detta í garð og allt á fullu. En ég er búin að skreyta borðið

 Feðgarnir spenntir fyrir jólunum ;)

Gleðileg jól


Sunday, December 23, 2012

Gleðileg jól


Við viljum óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vonum að Guð gefi ykkur yndislega jólahátíð. 
Knúsar frá okkur í Mosó :D



Jóla kveðja
Fjóla, Davíð, Salómon Blær og Moli :D

Litli píanó snillingurinn minn

Hann Salómon er orðinn svo duglegur að sitja sjálfur en hann þarf bara smá stuðning til hliðanna þannig að ætli hann verði ekki farinn að sitja sjálfur í næstu eða þar næstu viku ;D.
En við erum öll í jólaskapi hérna í Mosfellsbænum og ætlum að fara í smá leiðangur i Grafarvoginn með pakka til afa og ömmu og til Keflavíkur og í Garðinn til að hitta ömmu Löllu og Ragga afa. 
En hér koma myndir af litla prinsinum að spila á píanóið sitt eins og enginn sé morgundagurinn ;D.

 Sko hvað ég er duglegur að sitja :D

 Spila spila gaman gaman

HAHAHAHA :D!!!!!!!

Knúsar og gleðilega Þorláksmessu :D

Friday, December 21, 2012

Nokrar jóla myndir af Salómon Blæ

Jæja nú eru bara 3 dagar til jóla. Við erum búin að hafa nóg að gera síðastliðna daga. Við fórum á jólatónleika Fíladelfíu á miðvikudaginn og á jólahlaðborð í gær á Perlunni með tengdó, Guðkaugu og Benjamín í bæði skiptin og var það bara heljarinnar skemmtun. 
En í dag ætlum við Salómon Blær að fara í auka sundtíma hjá Snorra og við verum svo endalaust heppin að hann Davíð ætlar að koma með okkur :D YYYYESSSSS!!!
En hann Salómon Blær er búin að vera svo duglegur að borða grautinn sin síðastliðna daga og er ég svo stolt af kallinum enda LAAAANG flottastur :D. 

 Litla bollann að máta jólasmekkina sína :D

 Þennann flotta smekk fékk hann hjá Madda langaafa og Lilly langaömmu

 ég bara kemst ekki yfir hvað hann er endalaust sætur í þessum náttfötum ;D

 Við mæðginin

 og feðgarnir að gera æfingar. Maður er sko enginn skítur á priki eins og Snorri sundkennari segir alltaf ;D

Verið að ræða málin við mömmu sína ;D

Knúsar og gleðilega jól

Kveðja Fjóla, Davíð, Salómon Blær og Moli

Wednesday, December 19, 2012

5 dagar til jóla

Jæja þá er nú ekki langt í að jólin komi og samt sem áður er nóg að gera. Ég fer með Salómon Blæ í 3 sundtíma í vikunni þar sem við mistum út laugardag í síðustu viku og vona ég að það verði bara gaman og skemmtilegt :D. Benjamín kom í morgun og ætlar að kíkja á kallinn á eftir. 
Annars áttum við alveg frábært kvöld í gær með Malakí fólkinu okkar en við fengum hangikjöt í matinn og þetta var allt hið jólalegasta og æðislega kósý tími með yndislegu fólki sem er GEGJAÐ :D. Salómon Blær kom með og fór að lúlla hjá Ásgeiri og Báru en han mót mælti því aðeins meira en venjulega en sofnaði samt og svaf mjög vel :D. 
En í dag verður líklega tiltegtar, afslappelsis og föndurdagur sem er bara fínt :D. 

Knúsar á ykkur Fjóla og co

Tuesday, December 18, 2012

Jólin handan við hornið :D

Rosalega hefur þessi jólamánuður liðið hratt. Ég vissi að þegar maður eignast barn þá líði tíminn fyrir jól hraðar en ég vissi ekki að það byrjaði STRAX :S.
Tréið okkar er loksins komið upp og er fallegt að vanda og núna finnst mér jólin meiga koma. Núna á bara eftir að gera jólahreingerninguna og skipta á rúmunum þá meiga jólin koma :D. 
Annars átti ég yndislegt kvöld með Kristínu, Helgu og voffunum sem var löngu kominn tími á. Í kvöld aftur á móti er Malakí hittingur í kvöld og fær Salómon Blær að koma með sem verður þá í fyrsta sinn sem hann verður svæfður fyrir nóttina einhverstaðar annarstaðar en heima þannig að ég er svona soldið stressuð yfir því en vonandi gengur það bara vel. Á miðvikudaginn förum við svo á tónleika með tengdó, Guðlaugu og Benjamín, á fimmtudaginn förum við svo á jólahlaðborð með tengdó, Guðlaugu og Benjamín og svo á föstudaginn er afmæli hjá Báru þannig að það er sko NÓG að gera :S. 
EN ég ætla að láta nokkrar myndir fylgja með þessu bloggi svona til að hjálpa ykkur að komast í jólaskapið ef það er ekki LÖNGU komið ;D. 

 Fyrst er það náttúrulega Salómon Blær... bara vegna þess að hann er sætastur ;D

 Jólatréið er gullfallegt þótt ég segi sjálf frá en það er það alltaf ;D

 3 í aðventu

Núna vantar okkur bara S og M... hint hint Marisa og Jón ;9

Knúsar og Guð veri með ykkur :D

Sunday, December 16, 2012

Sætilíus

Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur um þessa helgi. Við erum búin að ná að klára ímsa hluti sem átti eftir að klára eins og að steikja laufarbrauð, skreita jólatéið, kaupa jólagjafir, taka til, snyrta Arisi hennar Kristínar vinkonu og margt fleira. Ég er ofboðslega sátt með afragsturinn og er alveg að verða tilbúin í að jólin komi :D. 
En að loku þar sem ég er svo heppin að eiga fallegasta barn í heimi þá bara varð ég að setja inn tvær myndir af kallinum.

 All dressed up and nowhere to go :)

Litla sæta tíkrisdýrið mitt að fara í háttinn :D Góða nótt öll saman sérstaklega langa afi og langa amma á Flórída sem koma heim eftir 3 daga :D. 

Kveðja Fjóla og co

Tuesday, December 11, 2012

Komin heim eftir frábæra ferð :D

Jæja þá erum við komin heim úr bústaðnum. Það var nú einginn hægðar leikur að komast þangað en það endaði með því að við urðum að parkera bílnum ca 20-30 metra frá bústaðnum og labba þaðan með allt dótið eða Davíð lenti í því að þurfa að bera allt dótið upp í bústað í miklum snjó og rigningu :S. 
En það var gull fallegt veðrið allan tíman sem við vorum þarna og rosalega kósý að fara upp í sveit og hafa gaman saman. Salómon Blær var mjög feginn þegar við vorum loksins kominn um kvöldið en honum fannst ekkert rosalega gaman að sitja í bíl í 1 og hálfan tíma en stóð sig samt vel eftir að hann náði að leggja sig í smá stund á leiðinni ;D. 
Við tókum að sjálfsögðu myndir en hér koma nokkrar af þeim bestu ;D.

 Þar sem Salómon Blær er búinn að ná þeim mikilvæga tittli að vera orðinn 4 mánaða plús þá erum við byrjuð að gefa honum oggu pons af graut á hverjum degi svona til að hann læri að borða :D. Fyrsta skeiðin er yfirleitt best og hann opnar vel...

... en svo er hann ekki alveg viss hvort hann eigi að hætta sér í aðra...

 ... því áferðin er svo skrítin...

 ... hvað ertu að gefa mér mamma??????

 ó er þetta bara grautur, ekkert mál :D

 Svo fór strákurinn í fínu froska fötin frá henni Helgu minni og tók sig ekkert smá vel út í þeim, ekki satt Helga???

 Moli og Davíð voru duglegir í því að lúlla saman þessar elskur :D

 og Salómon Blær var líka mjög duglegur að lúlla í vagninum sínum.
Hver ert þú?????

 ó ert þetta bara þú mamma ;D

 Við fórum einn daginn í smá labbitúr með Mola sem fanst það sko ekki leiðinlegt :D

 ... eins og sjá má

 Salómon Blæ fanst líka gaman að skoða sig um í kuldanum

 Mæðginin

 Ofbaðslega fallegt veðrið
 
 Orðin soldið rauður í kinnum 

 Kallarnir mínir

 Var gaman í labbitúrnum Salómon Blær???? Ja hvað haldið þið eld hress og rauður eins og Rúdólf

 Spekingslegar samræður þarna á bæ



 Gullfalleg morgun sólin ein morguninn

 Þarna er sko töffarinn kominn í aðventu dressið frá ömmu Lindu og afa Sveinbirni er maður ekki fottur?

 Jahá mér finnst það líka :D

 Mamma bara varð að pota í bumbuna á mér hún bara stóðst ekki mátið ;9

 Sveinbjörn afi, amma Linda og Guðlaug frænka kíktu til okkar og gistu eina nótt en það var mikið spilað og spjallað en sá ótrúlegi atburður gerðist að ég vann ÖLL spilin sem voru spiluð :D. Remember remember the 9th of desember ;9.

 Þegar við komum upp í bústaðinn voru engin grílukerti en þegar við fórum voru þau orðin ansi vígaleg


Þessi mynd finnst mér alveg stórfengleg en þarna er lítli prinsinn í voffa gallanum sínum en hann minnir mig alveg rosalega á Grísling á þessari mynd, hvða finnst ykkur?

Annars er það í fréttum að ég er orðin létt stressuð þar sem mér finnst jólin bara vera að koma á morgun (tíminn líður allt of hratt). Benjamín kemur eftir 8 daga en sem betur fer eru nánast allar jólagjafir komnar í hús eða ákveðnar sem er mikill léttir en það er ekki búið að skrifa eitt einasta jólakort :S. Þarf að fara að vinna í því. Ég fæ svo bókina mína sem ég þarf fyrir næsta áfanga í hundaatferlisfræðinni þegar afi og amma koma frá Flóró og ætla ég að reynað a vera dugleg að byrja að lesa strax svo ég geti unnið mér í haginn en mér veitir ekkert af því.

Knúsar og Guð veri með ykkur :D