Jæja þá nálgast helgin óðfluga og spurning hvernig veðrið eigi eftir að haga sér þá. Við höfum ekki farið út að labba í vagninum neitt síðastliðna tvo daga enda er veðrið búið að vera leiðinlegt og ekki viljum við að litli kallinn verði veikur.
Ég, Moli og litli kall kíktum í heimsókn til afa og ömmu í Bröndukvísl á meðan Davíð fór á fund í Fíladelfíu. Langaafi og langaamma kíktu í heimsókn. Við kíktum svo seina um daginn til afa og ömmu á Aflagranda og borðuðum með þeim kvöld mat þannig að það var nóg að gera hjá okkur í gær.
Þegar heim var komið var því bara tekið rólega, horft á Ásdísi í spjótkastinu og svo undirbúningur í háttinn um kl 23:00. Litli kall sofnaði um hálf 12 og svaf til rétt fyrir 6 þannig að hann svaf nánast í 6 og hálfan tíma sem er bara frábært vonandi heldur hann þessu bara áfram :D.
En ég ætlaði að bæta við smá myndum frá síðastliðnum dögum svona ykkur til skemmtuna ;D.
Berglind kom í heimsókn að skoða litla nýja frænda sinn en sama dag eignaðis ég litla frænku (bróðir Berglindar hann Jón Þór eignaðist stelpu)
Skoða litli tærnar en þau trúðu því ekki að Sigurvin hafi verið minni en þetta :D
Ég með strákana mína en við erum farin að finna fyrir því að Moli leitast eftir meiri nálægð við okkur en fyrstu dagana sýndi hann mikla tilitsemi en núna vill hann fá smá athyggli líka ;D
Pabbi úti að labba með litla strákinn sinn
og þarna er maður svo sáttur og sæll í vagninum sínum
Það er fleirum sem finst burðarrúmið þægilegt eins og sjá má ;D
Hæ mamma. Má ég ekki nota rúmið þegar hann er ekki að nota það?
Pabbi og litla munskinið okkar
Hvað gætu þessir feðgar horft á svona stíft saman????
Hvað annað en sjónvarpið ;9
Knúsar frá okkur hérna í Mosó
2 comments:
jejj annað blogg :)
Knús Kristín
Knús :*
Kv. Snærún
Post a Comment