Friday, August 17, 2012

Litla fjölkyldan

Jæja það er búið að vera eitthvað um heimsóknir hjá okkur Davíð en í gær komu Sólveig og Edda og gáfu okkur gjöf frá öllum saumaklúbbnum sem var alveg frábær og þökkum við kærlega fyrir okkur :D. 
Afi og amma í garðhúsi komu líka í hiemsókn í vikunni og fengu að skoða prinsinn :D. Á þriðjudaginn fórum við Davíð í bíó að sjá Batman sem við vorum farin að hlakka til að sjá og vorum viss um að við hefðum tíma til að sjá áður en kallinn fæddist (en svo varð ekki). Pabbi og mamma komu og pössuðu litla kallinn á meðan við fórum en ég lýg því ekki að það var soldið erfit að fara frá honum þó það hafi ekki verið nema 3 og hálfur tími :S. Ég er strax farin að vera soldið stressuð að fara frá honum til að fara í brúðkaupið hjá Madda og Dagnýu en ætla að reyna samt þótt það verði ekki nema í stuttan tíma.
við erum búin að vera að æfa kallinn í að liggja á maganum og lifta höfðinu en hann er gjörsamlega að mastera það þessi engill og getur haldið því vel uppi í langan tíma og snúið því frtá eini hlið til annarar enda LAAAANG DUGLEGASTUR :D. 
En hér koma nokkrar myndir fyrir ykkur. 

 Langaafi með litla kallinn sinn :D

 Langaafa og langaömmu fannst hann rosalega flottur

 Feðgarnir heima á meðan mamma fór í leikfimi en þá var ákveðið að prófa maga pokann svo pabbi gæti gert eitthvað af viti á meðan ;D

 Edda og Sólveig í heimsókn :D

 Litli Monsinn hennar mömmu sinnar

 og svo sofnaði meður enda soldið þreyttur 

 Á meðan ég skrifa þetta blogg liggur prinsinn svona við hliðina á mér alveg slakur

Fallegasti

Kv Litla fjölskyldan

1 comment:

Anonymous said...

Jii hann er svo mikið æði og greinilega duglegur :)

Knús Kristín