Það er búið að vera nóg að gera hjá okkar litlu fjölskyldu síðastliðna daga. Í gær átti Maddi afi 80 ára afmæli en kallinn ber aldurinn afskaplega vel :D. Við áttum alveg æðislegan tíma í afmælisveislunni og var litli kall ekkert smá sáttur að hafa komið á réttum tíma til að geta komið í afmælið ;9. Við áttum alveg æðislegan tíma með afa og ömmu sem voru að fá að sjá frumburðinn í fyrsta sinn. 
Þegar heim var komið kíkti Gizur afi, Bjarki og Laura í heimsókn til að sjá prinsinn líka þannig að það var nóg að gera hjá kallinum.
Í morgun fórum við svo í 5 daga skoðunina með kappann og allt gekk vel þar. Hann er samt með síkingu í auganu sínu sem við fengum lyf fyrir svo það lagist nú vonandi sem fyrst. Við kíktum svo á afa og ömmu í Bröndukvísl og borðuðum hádegis mat þar áður en við fórum svo heim og ég, Moli og sæti kall lögðum okkur í smá stund, meða davíð fór í leikfimi. Ég skellti mér svo í smá labbi túr með Mola sinn en á meðan var pabbi að taka til á meðan prinsinn sat í mestu makindum í rólunni sinni og hlustaði á klassíska tónlist í spiladósastíl sem hann fékk frá afa og ömmu á Aflagranda og var sko að fíla það í tætlur.
En nóg um blaður hér koma nokkrar myndir. 
 Við tilbúin að fara í afmæli til langa afa
 Langafi að prófa litla prinsinn í fyrsta sinn
 Adrían Breki hress og flottastur í Madrosafötunum sínum 
 Langa amma, amma, Moli og Adrían Breki
 Við ungu mömmurnar ;D
 Langamma að prófa litla prinsinn
 Gizur afi og prinsinn
 Fjórir ættliðir í beinan karllegg :D Gizur, Sveinbjörn, Davíð og Davíðsson
 Fallegasti að hafa kósí stund með pabba og mömmu sinni
 Mér finnst hann stundum minna mig á Mr. Magoo en þarna er hann að horfa á sjálfan sig í speglinum
 Búin í 5 daga skoðuninni og var soldið sibbinn
 Þessi er fyrir Hlyn og Dísu ;D
This one is for Marisa and Jón. He loves his blanket and teddy bear you gave him
Knúsar og Guð veri með ykkur öllum

3 comments:
Takk fyrir flottar myndir Fjóla - hann er orðinn ótrúlega mannalegur á bara örfáum dögum :)
Knúsar
A7
STOP IT! I'm dying! This baby is so freaking cute!! Why are you so far away?!?
-Riss
Hann er svo fallegur :). Knus kristin
Post a Comment