... og boðið var sampykkt :D. Við fórum s.s. í gær að skoða íbúð í Mosó sem ég var búin að hafa augastað af síðan hún fór í sölu sem er bara fyrir nokkrum dögum síðan. Við möttum til að skoða en það var opið hús og HELLINGUR af fólki þannig að litla Fjólu hjartað panikkaði enda var þessi eign alveg nákvæmlega það sem við erum að leita að. Við biðum þangað til allir voru farnir og töluðum þá við fasteignasalann en by the way síminn hjá honum stoppaði ekki allt kvöldið. Strax eftir skoðunina fórum við upp á skrifstofur Remax og gerðum tilboð, og hér erum við núna :D.
Næsta skref er að fara í bankann og fara yfir lánamálin og greiðslumat og annað leiðinlegt banka vesen ;D.
Við erum alveg hreint í skíjunum og svo þakklát foreldrum okkar að vera tilbúinn að hjálpa okkur ða láta þennan draum verða af veruleika :D. TAKK MAMMA og PABBI og TENGDÓ :D.
Þið megið samt endilega hafa þetta áframhaldandi í bænum ykkar að það gangi allt vel með bankann þannig að þetta verði endanlegt :D. Ég setti ynn nokkrar myndir af eigninni fyrir þá sem ekki voru búnir að sjá neitt af henni :D.
Þarna er eldhúsið en þess má til gamans geta að ískápurinn verður eftir :D
Svona er húsið að utan
og síðast en ekki síst hérna er svo garðurinn :D
Knúsar og takk fyrir allar bænirnar.
Fjóla og co