Í gær nótt vaknaði ég við að Hlynsi bróssi hringdi og sagði að flugvélin hjá pabba og mömmu væri alveg klukkutíma á undan áhætlun þannig að við þurftum að vakna um 4 leitið og leggja afstað. Moli minn fór að sjálfsögðu með og ég smiglaði honum inn í flugstöðina og fanst honum það ekkert smá spennandi. Pabbi og mamma voru með hvorki meira né minna en fjórar risa stórar töskur um 30 kg, einn stóran pakka, tvær stórar hjóla töskur í handfarangri, eina stóra hliðartösku, hliðarveski og poka.... SÆLLL!!!! En þetta er ekki búið enn, þau voru ekki stopuð í tollinum!!!!!
Ég fékk tvo hunda í snyrtingu í fyrradag og gekk það rosalega vel. Ég vona bara að þetta gangi svona áfram hjá mér og svo verði bara allt brjálað í kringum jólin.
Moli er eitthvað með í maganum og er búin að vera að fasta bara og svo byrja rólega að gefa honum mat.
Jæja ég fer að fara að leggja afstað til pabba og mömmu þannig að við verðum bara í bandi ;)
Kær kveðja Fjóla og Moli
Spennandi tímar framundan
11 years ago
1 comment:
Frábært að þú sért búin að fá mömmu og pabba heim :) Ég vona líka og bið að það gangi afram vel með hundasnyrtinguna og að Moli verði fljótt betri í maganum.
Ég var á tónleikum í kvöld með Rebekku Saint James í tengslum við Jesú konur ráðstefnu sem var þessa helgi.
Knúsiknús frá mér og Fróðamús
Post a Comment