Monday, September 22, 2008

Jæja gott fólk

Ég er byrjuð að vinna aftur hjá Björnsbakarí en samt bara þrjá daga í viku og svo einhverjar helgar. Það er ekki laust við að mér líði hálf illa þar sem Davíð er gjörsamlega að drukna í vinnu og skólanum og öllum þeim nefndum sem hann er í. Hann hefur bara einn dag alveg frí í viku en hann þarf að nota hann í lærdóm og annað tengt skólanum þannig að það er eiginlega ekki frí dagur. Ég er að vonast til að fá fleiri hunda til mín í hundasnyrtingu svo ég geti skaffað pening aukalega og gert það sem ég hef gaman af að gera. Ég ætla að leggjast í það að fara og auglýsa mig betur og á fleyri stöðum núna í þessari viku.
Á morgun var ég að velta því fyrir mér að fara í gegnum allt dótið okkar og flokka það soldið niður eftir því hvort það fari út, geymist á Íslandi eða geti verið selt eða gefið. Það er ekki seinna vænna að byrja á því og bara vera snemma í þessu því að ég og mamma höfum verið að ræða það að þegar davíð fer út með pabba sínum að þá flytji ég bara heim til pabba og mömmu svo það sé hækt að taka íbúðina í geng og klára allt þar. Við Davíð erm líka með kassa heima hjá afa og ömmu í Garðhúsi sem eru með einherju dóti sem má alveg fara en annað sem við viljum geyma sem þar f þá að koma fyrir annarstaðar.
Ég er að fara í vinnuna eftir svona 30 mínútur þannig að ég hef það ekki lengra í bili.

Guð blessi ykkur og varðveiti og gefi ykkur hugarró í daglega lífinu.

2 comments:

Anonymous said...

hæhæ
Aris er til í að koma í snyrtngu til þín á sunnudaginn eða mánudaginn eða bara einhvertímann í næstu viku, eftir sýninguna ;)

Kristín og voffarnir

Helga said...

Hæ, Fjóla mín. Gangi þér vel með þetta allt saman, líst vel á að þú byrjir að flokka þetta dót, það er gott að koma þessu frá áður en timinn verður knappur.
En ég ætla að senda meil á tíbbafólkið, endilega skrifaðu eitthvað sem ég set svo í mailið - verð og eitthvað um þig og svona.
Knús og kærar kveðjur frá mér og Fróða