Monday, June 23, 2008

Hringferð

Núna fer að styttast í langþráða hringferð með bestasta kalli í heimi og ykdislegasta hundi í heimi. Við leggjum afstað á föstudaginn og það er sko nóg að gera þangað til þá. Í dag förum við Davíð í mat til Halldórs og Tinnu og hlakkar okkur mikið til þess. Á miðvikudaginn er mjög mikið sem þarf að gera, m.a taka til hér heima, þrífa uppi hjá ömmu, panta nokkra hluti á petedge og svo á tengdamamma afmæli og skilst mér að það verði einhver glaðningur um kvöldið. Á fimmtudaginn er svo síðasti undirbúnings dagur áður en við leggjum afstað og ætla ég að fara með Helgu vinkonu í Kærleikan um kvöldið.
Ég er rosalega spent og er á fullu að búa til lista hér og þar yfir hvað þarf að gera og undirbúa áður en við förum.
Helga fer út til Noregs 11. ágúst og á eg rosalega erfitt með að sætta mig við það. Fróði fer með. Það er rosalega erfitt að hugsa til þess að bestu vinirnir hafa ekki hugmynd um hvað er að fara að gerast og að þeir eiga ekki eftir að sjást í mörg ár. Þetta eru mjög erfiðir tímar fyrir mig og mikið sem er að berjast um í kollinum á mér.

Kveðja Fjóla og Moli

3 comments:

Helga said...

Hlakka til að hitta þig í kvöld, Fjóla mín. Já, það verður mikill söknuður, en ég trúi því samt sem áður að góðir tímar séu framundan hjá okkur báðum. Fel Drottni vegu þina og treyst Honum, Hann mun vel fyrir sjá.
Knús. Helga og Fróði

Anonymous said...

Góða skemmtun í hringferðinni sjáumst sem fyrst ;)

Kristín og voffarnir

Anonymous said...

Smá update: Jæja, við erum núna á Húsavík, ætlum á "typpasafnið" á eftir hjá honum Sigga fyrrverandi MH-kennara sem kenndi Davíð spænsku og mér sögu og landafræði :)

Allt gengur vel, veðrið er gott, rosagaman, gomma af myndum þegar við komum heim.
kv. Fjóla og Davíð og Moli