17. júní var yndislegur og var veðrið dásamlegt fyrir utan smá rok. Við Moli dressuðum okkur sérstaklega upp hann með þverslaufu og ég í Þjóðbúning. Við hjóluðum til tengdó og fengum okkur vöfflur og með því og svo var farið niður í bæ að skoða mannlífið. Við hittum Helgu vinkonu þar með Fróða sinn og náðum að vera með henni í örfáar mínútur áður en við urðum að labba aftur til tengdó í mat. Amma fékk að lauma sér með í hátíðarmatinn þar sem afi er úti á landi, mamma og pabbi í Kanada og Jóhann og Krúsa á Flórída.
Það er margt sem er frammundan í þessari viku, á morgun koma Styrmir og Fríða í smá heimsókn með litlu krílin sín þau Dóru og Stefni þar sem þau ætla líklega að vera svo góð að lána okkur íbúðina þeirra í Wasington í sumar þegar við Davíð förum þangað í nokkra daga. Colby kemur aðfaranótt föstudags og ætlar Davíð að ná í hann út á völl. Við munum væntanlega eyða dágóðum tíma með honum en hann verður hér í nokkra daga. Um helgina er svo útilega með Halldóri og Tinnu og ef til vill nokkrum fleirum en stefnan er að fara á Flúðir og fær Moli að koma með, það verður alveg frábært.
Ég er að velta því fyrir mér að vera bara í fríi svona fram í miðjan ágúst þar sem Helga vinkona hefur tekið ákvörðun um að halda fyrrsetum tíma að flytja til Noregs og væri gaman að ná að eyða með henni góðum tíma áður en hún fer út. Aris verður líka hjá mér og er fínt að vera í fríi á meðan hún er. Ég held ég bjóði samt Helgu yfirmanninum mínum að ég geti verið til staðar ef það vantar starfsfólk í sumar en ég ætla svo bara að vonast til þess að í lok ágúst sé ég komin með vinnu á snyrtistofu hérna heima.
En ég verð að fara að drífa mig í vinnuna klukkan tifar.
Hafið það sem allra allra best.
Kær kveðja Fjóla og Moli
1 comment:
Bara frábært að þú verðir í fríi í ágúst, Fjóla mín. Verðum að nýta þann tíma vel :) Nýja bloggsíðan mín er á www.helga.trykker.com endilega kíktu og kvittaðu, búin að setja hellings myndir af blokkinni í Noregi og margt fleira.
Knús, Helga og Fróði
P.S. Hittumst kannski eitthvað í dag ;)
Post a Comment