Monday, June 09, 2008

Góður djókur frá pabba ;)

Jæja pabbi og mamma náðu í okkur davíð og við fórum í smá heimsókn til afa og ömmu í Garðhúsi. Þannig er mál með vexti að pabbi og mamma eru að fara til Kanada að heimsækja vina fólk sitt Mike og Debbi þar. Þau eru einnig að fara með öðrum vina hjónum. Mike var búin að pannta fyrir þau hótelherbergi á rosa flottu hóteli á 24 og 28 hæð þar sem er fallegt útsýni yfir Neacra Falls. Þanni er mál með vexti að pabbi er alveg sjúklega lofthræddur þannig að það datt af honum andlitið þegar hann las póstinn frá Mike.
Davíð spurði svo pabba:
Davíð: "jæja hvort viltu svo vera á 24 eða 28 hæð Halldór"
Löng þöggn
Pabbi: "Er munur á kúk og skít?"
Ég og Davíð "HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA......."

Langaði að deila þessu með ykkur og vona að þetta fái ykkur til að hlæja líka

2 comments:

Davíð Örn said...

Það var reyndar María (Mamma þín) sem að spurði Pabba þinn að 24 eða 28 hæð ;)

kv. Davíð

Anonymous said...

hæ hæ
Mitt comment um hann bróa, fór víst inn á vitlausa færslu, sjá næsta blogg, hí hí hí hí
kveðja
Hulda Pulda

ps. ég BILAÐIST úr hlátri ;)