Thursday, June 12, 2008

Vinnuvikan að enda

Ég er búin að vera geðveikt dugleg að hjóla í vinnuna á hverjum degi þessa vikuna. Í næstu viku vinn ég svo tvo daga (mán og mið) frá 13-18:30 og tvo daga (fim og föst) frá 7-14. Ég er bara mjög sátt við það. Svo er 17. júní í næstu viku á þriðjudaginn og hlaka ég til að fara niður í bæ með Davíð mínum og Mola mínum og hafa það kósý í góða veðrnu og fá okkur candyflos, snuð og kanski gasblöðru :D.
Ég skellti Mola í bað í dag og baðaði hann með glænýju sjampói sem ég fékk þegar ég útskrifaðist úr Hundasnyrtiskólanum. Hann ilmar nú vel og er hreinn og fínn.
Það átti að vera útilega með Kristínu, Smára og Helgu um helgina en við Davíð eiðilögðum það fyrir öllum þar sem við erum svo upptekin og tímabundin þessa helgi að við sáum okkur ekki fært að fara og vera í burtu alveg í rúmlega sólahring. Ég vona að þær séu samt ekki mjög sárar út í mig vegna þess að mig virkilega langaði að fara og vona ég að við fáum annað tækifæri í sumar að gera einhvað saman.
Jæja ég hef nú samt planað að eiða tíma með Helgu minni um helgina og hafa gaman með henni. Kanski dinner, movie og svo ganga einhverstaðar á laugardag eða sunnudag ;)... hljómar vel.
Jæja hafið þið það gott um helgina og Guð blessi ykkur.

1 comment:

Helga said...

Takk fyrir góðar samverustundir um helgina ;) Ég fæ nú kannski að hangsa eitthvað með þér á 17. júní ;)