Þá er litla prinsessan komin heim til pabba og mömmu sín. Allt hefur gengið mjög vel. Fyrstu kynni Mola og Hnetu gengu betur en við þorðum að vona mjög róleg bæði tvö og yndisleg. Það fyrsta sem hún gerði ver að pssa í grasið eftir pönnntun og svo var bara farið inn að skoða nýja húsið sitt. Moli og Hneta fengu bein til að naga og ég varð að sjálfsögðu að troða á greyið ól til að venja hana við sem fyrst. Núna liggur litli engillin inni í búrinu sínu og sefur alveg uppgefin eftir afburðamikinn dag.
Ég held að Moli sé bara sáttur við hana. Annars er það að frétta að ég er í fríi á morgun og á þá eftir að fá þó nokkra í heimsókn að kíkja á litlu snúlluna. Helga og Kristín eru þegar búnar að spurja mig oft hvenar þær meiga koma ;) og er ekkert nema gott um það að segja. Við förum líklega í mat til tengdó í kvöld og tökum þá litlu snúlluna með okkur til að leifa þeim að sjá hana í fyrsta skipti.
Ég ætla ekki að hafa það lengra í þetta skiptið en njótiði dagsins og munið að Guð er góður :D
8 comments:
Þvílíkt krútt. Hlakka til að hitta hana á eftir :)
Kveðja Kristín, Sóldís og Aris
Til hamingju með litlu músina elsku Fjóla og Davíð :) Gangi ykkur vel með hana :)
Kv. Ásrún
Elsku Fjóla, Davíð og Moli.
Innilega til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn ;)
Kveðja, Edda
Til hamingju sætu hjónakornin mín með hana hún er yndisleg! get ekki beðið eftir að fá að hitta hana :)
kv Frænkan
Kæra fjölskylda!
Tilhamingju með nýju prinsessuna, hún er æðisleg. knús knús Linda María
jih... er bara kominn nýr hvutti?
Æðislega er hún sæt :)
Kv. Guðný Birna
Takk fyrir öll sömul við erum rosalega ánægð með hana. Hún er algjör fjörkálfur ;)
Kv Fjóla
Ó til hamingju, Fjóla, Davíð, Moli og Hneta. Þið eruð krútt öllsömul:) Hlakka til að sjá ykkur, það verður vonandi fljótt. Ég býð mér í heimsókn bráðum.
Post a Comment