Jæja ekki gekk það upp að fá hvolpinn núna í dag og fylgir því löng saga.
Málið er það að ræktandin sem mamma tíkarinnar er frá á frétt á því ða fá tík undan henni og ákvað hún það núna þegar hvolparnir eru 9 vikna að hún ætli að taka tík. Allir þeir sem voru búnir að fá lofaða tík voru settir á hóld og núna bíða þeir með öndina í hálsinum.
Ég persónulega er alveg að fara að gefast upp á því að bíða og veit ekki hvað ég geri í stöðunni. Það var búin að lofa mér að fá tíkina á ákveðnu verði og vona ég að það standi þótt að núna sé allt í einu í lagi að rækta undan henni þrátt fyrir að vera með brotið skott.
Ég vona bara að Guð hjálpi okkur að taka rétta ákvörðun.
Guð blessi ykkur
Fjóla mjög hugsi
Spennandi tímar framundan
11 years ago
1 comment:
Vonandi gengur allt vel vona svona sannarlega að þú fáir Hnetu sem fyrst:)
Post a Comment