Monday, November 26, 2007

Ekki eru allir dagar jafn auðveldir

Nei dagar eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Helga vinkona bjargvættur náði ða fjarlægja mig úr mínum aðstæðum núna rétt áðan og var það það sem mig vantaði.
Davíð er að vinna til hálf 7 og svo er planið að reyna að þrífa aðeins, taka til og jólaskreyta.
Hneta fór í aðra bólusetningu í dag og þar sem ég get verið svo neikvæð var ég búin að ákveða að vælukjóinn minn myndi öskra úr sér lungun en nei ég greinilega van mat ást hennar á mat þar sem hún fékk að borða meðan hún var sprautuð og tók ekki eftir neinu. Núna eru bestustu vinirnir að leika sé á gólfinu með jólakolkrabbatístudót voða gaman.
Ég er alltaf að reyna að leita meir og meir með vandamál mín til Guðs í staðin fyrir að reyna að leysa þau sjálf sem ég er einganvegin fær um að gera. Guð er að opna fyrir mér leið til að fá hjálp við mínum vandamálum og er ég honum svo þakklát fyrir það.

Orð Guðs til ykkar sem ég dróg rétt í þessu

"Hann veitir kraft hinum þreytta og gnógan styrk hinum þróttlausa."
Jes. 40.29.

"Lausn syndarinnar er dauði, en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottin vorum."
Róm. 6.23.

Guð blessi ykkur og sé ykkur ávalt nálægur.

3 comments:

Helga said...

Mikið voru þetta frábær orð sem þú fékkst Fjóla! Ég var einmitt að svekkja mig á því að við gleymdum að kíkja í Biblíuna áður en ég fór, ég fann á mér að Guð hefði einhver góð og uppörvandi orð handa þér. Ég held áfram að biðja fyrir þér (og við saman). Það eru góðir tímar framundan og Guð hefur eitthvað stórkostlegt í hyggju handa þér. Love, Helga

Anonymous said...

Frábært að það gekk svona vel í sprautunni :) Þetta fer allt að koma eftir viku hugsa ég að allt verði orpið betur með vælið þá er Hnetu krúttið búin að venjast betur heimilinu Júlía var svona vælandi fyrstu 2.vikurnar þannig við vonum bara að Hneta verði eins :)
Sjáumst sem fyrst kveðja Kristín

Draslrun said...

Elsku Fjóla, öll vandamál leysast á einn eða annan hátt. Aðalmálið er að finna styrkinn til að skoða málin frá öllum hliðum og þá kemur lausnin til manns eins og fyrir kraftaverk.
Kv. Ásrún