Tuesday, January 30, 2007

Sorgleg endalok!!


Hvað getur maður sagt nema þetta var það hræðilegasta sem ég hef horft á í langan tíma.
Ég segi bara við hefðum aldrei staðið þar sem við stóðum í leiks lok nema vegna Snorra.
Ég vil helst ekki fara út í það sem Logi gerði en ég segi að það var það sem rústaði leiknum fyrir okkur að mínu mati allavegana hjálpaði það ekki til. Allt sem gerist eftir þetta skiptir engu máli þetta er búið.


Snorri takk fyrir okkur



Monday, January 29, 2007

Þessi er góð finnst mér.....


Páfinn!
:D
Jæja hafið það gott í dag góða fólk.
Kveðja
Fjóla Dögg

Saturday, January 27, 2007

Mjög lýsandi fyrir Tjúan


You mess with me you mess with the rest off us
:D
Njótið ykkar. Guð blessi ykkur og varðveiti
Kverðja Fjóla og Moli ;D

Thursday, January 25, 2007

Hvað hefur drifið á daga mína nýlega

Ég er búin að vera á fullu að leita mér að vinnu og gengur það soldið hækt. Ég er með drauma vinnunstaðinn en veit ekki hvernig það fer kanski fæ ég bara sumarvinnu þar og það er ekki nóg. Annars langar mig að vinna við einhvað sem ég hef gaman af þar sem þetta er ekki skamtímavinna.
Annað í fréttum þá er hundagöngurnar okkar Marisu að taka við sér og ef til vill gengur það vel. Einig fór ég í bíó um daginn á myndina The Prestige og vá hvað hún er góð ég mæli með henni. Soldið svakaleg en mjög góð.
Annars megið þið láta mig vita ef þið vitið um einhvað skemmtilegt starf þar sem ég get unnið með dýrum ;).

Kær kveðja Fjóla

Sunday, January 21, 2007

I´m in LOVE :D

Ég fékk Robba hennar Ástú Maríu í smá heimsókn í gær og men o men hvað hann er æðislegur. Allar þær vangaveltur sem ég hef haft hvort ég ætti að fá mér Papillon eða Griffon eru farnar í burtu. Þessi hundur er ekkert nema yndislegur. Hann er soldið feiminn en með tímanum á hann allur eftir að koma til. Ég hlakka alveg ofboðslega til að fá hann aftur í smá heimsókn bráðum það er alveg á hreinu.
Ég að sjálfsögðu tók gommu af myndum af krúttinu og fáið þið að sjá nokkrar góðar af honum og Mola.

Ég segi þetta gott í dag.

Kveðja Fjóla og Moli

Friday, January 19, 2007

Ég dreg orð mín til baka....


Labrador og Golden hvolpar eru ekki sætustu hvolparnir. Við Marisa vorum að skoða hvolpa myndir á netinu og fletum upp Nýfundnalads hvolpum og men they are the cutest. Ég ætla ða setja inn nokkrar myndir af þessum rassgötum svo þið sjáið hvað ég á við.

Tuesday, January 16, 2007

Maður veit aldrei hvert maður stefnir...

Núna er ég að spá í að hætta í Fornleifafræðinni og hella mér út í það að bjóða fólki að taka hundana þeirra í göngr þegar þeim gefst ekki tíma fyrir sanngjarnt verð. Einnig ætla ég að hella mér út í það að finna mér einhverja vinnu sem ég hef gaman af þegar ég kem til baka frá Californiu. Annars er það að frétta af ferðinni til USA að nú þegar er búið að skipuleggja garðaferðir Disney, California Adventure park, San Dieco Zoo og kanski hugsanlega Sea World en samt örglega ekki. Það er búið að panta borð á Goofy´s Kichen sem er morgunverðastaður á Disney svæðinu þar sem er boðið upp á allt milli himins og jarðar í morgunmat og má þar nefna, svo þið fáið smjörþefinn af því hvað þetta er mikið rugl, pízza með hnetusmjöri og sultu, yello og pízzu með hlaupormum svo einhvað sé nefnt. Jább gaman gaman.
Að lokum langaði mig að setja inn mynd af góðvinkonu minni Verdell úr As good as it gets sem er hundurinn sem gerði það að verkum að ég varð ástfangin af þessari tegund Griffon.
Hafið það gott og njótið lífsins

Kveðja Fjóla

Friday, January 12, 2007

Spennó

Ég er búin að sækja um vinnu á Voffaborg sem er dagheimili fyrir hunda og Hundahótelinu Leirum. Ég er búin að fá svar hjá Voffaborg og voru jákvæð viðbrögð frá þeim allavegana um vinnu í sumar vona ég. Ég er að vonast til að fá smá hlutastarf allavegana hjá þeim bráðum ef einhvað losnar. Málið er að ég er að leita mér að vinnu þar sem ég get tekið Mola með mér og ekki eru margar svoleiðis vinnu í boði.
Annars er það annað að frétta að ég og Marisa erum að bjóða upp á hundagöngur og erum strax farnar að finna fyrir hreyfingu sem er alveg ofboðslega spennandi. Ef þið vitið um einhvern látið þá vita af okkur.
Ég er eiginlega komin á þá braut að hætta í háskólanum vegna þess að mér finnst að ég sé þarna "af því bara" til að fá Háskólagráðu og einhvað en mig langar ekki til að halda áfram og leggja til hliðar það sem mig langar til að gera vinna með hundum.
Ég ætla að láta fylgja með hérna í endan mynd gegjuðum Griffon.

Hafið það gott og góða helgi dúllur.
Kveðja Fjóla og Moli

Wednesday, January 10, 2007

Tökum að okkur hundinn þinn í göngur þegar þér gefst ekki tími!

Við erum tvær stúlkur 21 og 23 ára og heitum Fjóla Dögg og Marisa. Við höfum báðar mikla reynslu af hundum sjálf á ég 2 ára Chihuahua hund. Við hef lokið Hvolpa- og hlýðninámskeið I og stefni að því að fara á hlýðninámskeið II. Einnig er ég í kynningarnefnd Chihuahuadeildar hjá HRFÍ og stunda hundafimi.
Ef þig vantar einhvern ábyrgan til að taka hundinn þinn í göngur þegar þú ert í vinnu eða þegar þér gefst ekki tími erum við tilbúnar að hjálpa þér. Við tökum 500 kr fyrir 30 mín, 1000 kr fyrir 60 mín. Ef þú óskar eftir lengri göngu fyrir hundinn þinn þá væri það bara ákveðið eftir samkomulagi. Ef þú vilt notfæra þér þjónustu okkar reglulega getum við gert samning við þig og gefið þér afslátt.
Þjónustan er í boði Mánudaga frá 8:00-20:00, Þriðjudaga frá 14-20:00 (ekki alla þriðjudaga en ofast), Miðvikudaga frá 8:00-19:30, Föstudaga frá 8:00-19:30. Um helgar erum við lausar nánast hvenar sem er.
Þú getur haft samband við okkur í gegnum tölvupóst eða síma
Fjóla Dögg Halldórsdóttir: fdh1@hi.is eða 8693978
Marisa M. Kjartansson: 6984896

Hlökkum til að heyra frá þér. Kveðja Fjóla og Marisa

Ef þið vitið um einhvern sem hefði áhuga á að notfæra sér þetta endilega látið þau vita
Hafðu samband við:Fjóla Dögg HslldórsdóttirBrúnastekkur 4109ReykjavíkÍslandSími:8693978

Ég fæ hvolp!!!!!!

Ég sendi mail á ræktandan minn verðandi og hún sagði að ég þyrfti ekki að hafa neinar áhuggjur ég fengi hund!!!! AAAAAAAAAAAAAHHHHHHHHHHH ég dey ég day!!! Núna er allt að smella saman hjá mér. Ég fór eftir að hafa fengið mailið upp til afa og ömmu og sagði þeim frá þessu og þau voru meira jákvæð en neikvæð varðandi það að ég fengi annan hund inn á heimilið. Ég þarf bara að láta þau vita að þetta er ekki einhvað sem ég á eftri að hætta við að vilja og að þetta er einstakt tækifæri sem ekki ætti að láta frá sér fara sem er satt þar sem þetta er fyrsta Griffon gotið á landinu alavegana sem ég veit um. Hún sagði einnig að hún myndi vilja dofla mig að taka tíkina í umhverfisþjálfun eins og ég er að fara ða gera með rakkan.
Jæja fólk þá vitið þið það ég er vonandi ef allt gengur samkvæmt óskum að fá mér Griffon árið 2008! Núna er komin tími á ða afla upplýsingum hvernig maður á að haga sér þegar annar hundur kemur inn á heimilið, lesa hvolpa bókina mína aftur og lesa mig mjög vel um tegundina.

Takk í dag
Kveðja Fjóla Dögg

Tuesday, January 09, 2007

Ég er alveg veik.....

Í hvolp. Núna er Kristín vinkona mín að spá í að fá sér Cavalier og ég var að skoða myndir af hvolpunum og þá verður maður alveg sjúkur. Ég sendi mail á ræktandan sem ég er að vonast til að fá hvolp hjá og gaf upp upplýsingar um mig en hún þekkir mig soldið þannig að ég þurfti ekki mikið að segja. Ástæðan fyrir mailinu var líka að komast að því hvort ég eigi einhvern séns á að fá hvolp þar sem éger ekki að leitast eftir sýninga hundi og þar sem tegundin sem ég er að vonast eftir að fá er ekki mjög algeng á Íslandi þá gæti það orðið að vandamáli.
Annars er önnur tegund sem ég er líka alveg ofboðslega skotin í og mun þá bara hætta að hugsa um hina og byrja á því að velja mér góðan ræktanda þar.
Annað í fréttum er það að ég byrja víst ekki fyrr en 11. jan í skólanum þannig að ég er í fríi á morgun sem er frábært og við erum ða fara til CALIFORNIU JJEEEIIII.... við borguðum flugið í dag.

Kem með nánari fréttir síðar bæó.

Monday, January 08, 2007

Sæl öll sömul

Þá er skólinn byrjaður og allt á fullu. Maður þarf að fara ða einbeita sér að því að kaupa skólabækurnar og byrja að hella sér yfir þær.
Annars er það skemmtilegra í fréttum að ég fæ lánaðan hund dag og dag í smá umhverfisþjálfun og ég er ekkert smá spennt. Einnig er skemmtilegt að segja frá því að ég og Davíð erum mjög líklega að fara til Californiu um miðjan febrúar :D. Við eigum bara eftir að fá endanlegt svar um pössun fyrir Mola. Mamma og pabbi ætla að passa hann einhvað en ég er enn að leita að einhverjum sem væri til í að passa hann í nokkra daga á móti þeim. Annars held ég að það eigi ekki að vera mikið mál en ég á eftir að spurja nokkra sem ég hef í huga.
Ef einhver er ólmur í að fá að passa hann má hann láta mig vita ;D.

Ég segi ekki meira í dag bið bara að heilsa öllum og vona að þið hafið það gott í skólanum, vinnunni eða hvað annað sem þið eruð að fara að gera á nýu ári ;D.

Kveðja Fjóla og Moli