Wednesday, July 26, 2006

Flórída here we come :D


Moli hefði viljað laumað sér með ;)

Jæja þá er maður búin að pakka og gera allt til hérna heima. Við förum með Mola til Halldóru og Guðrúnar í hádeginu sem verður mjög erfitt, ég á eftir að sakna hans alveg sjúklega mikið. Ég segi hér með bara bless í bili það getur vel verið að ég bloggi einhvað úti sé hvað ég hef mikin tíma en annars bið ég að heylsa ykkur og Guð blessi ykkur.

Kær kveðja Fjóla

Tuesday, July 25, 2006

Einn dagur í Flórída :D

Moli eins og lítil kanína

Þetta er allt að koma brjálað að gera er að fara í klippingu eftir korter þannig að ég hef þetta sturt.

Kveð að sinni bæó ;)

Monday, July 24, 2006

Myndir/Pictures

Hérna getið þið séð myndirnar mínar. Mest er þetta af Mola og öðrum hundum en ekki allt verður meira af okkur Davíð þegar ég hef tíma ða setja meira inn.
http://www.dyrarikid.is/gallery/GallerySkoda.aspx?G=926

Here are pictures you can look at. There are mostly pic´s of Moli but I will put in mor of me and David when I have time.

Bless í bili

Fjóla

Massi Mazda seldur :D

Í gær gengum við frá sölunni á honum Massa mínum. Við fengum 75.000 kr fyrir hann og ég er sátt við það miðað við ástandið sem hann var í. Við erum alveg ofsalega fegin að ná að losna við hann áður en við förum til Flórída svo við þurfum ekki að láta aðra sjá um að selja hann meðan við erum í burtu. Við erum búin að láta nýa eigendur skrifa undir pappírana, láta þau fá vetrardekkin og fara niður á Umferðastofu til að láta afskrá bílinn af okkur og yfir á þau.
Ég segi því bara far vel Massi og njóttu nýa líf sins með nýum eigendum.

Massi lengi endist ;)

Chihuahua ganga í Keflavík á sunnudaginn

Við, Trölli Angantýr og Moli minn fórum ásamt Kristínu, Sóldísi, Önnu og Bjarti í Chihuahua göngu í Keflavíkina á sunnudaginn. Allir hittust heima hjá Magneu og birjuðu á því að leika sér í garðinum og það var sko einhvað sem Moli fílaði í tætlur þar sem han eignaðist svona fínan og góðan hlaupafélaga hana Yrmu Brá sem er Chines Crested eða Kínverskur fax hundur á íslensku. Við lögðum svo afstað í smá göngu um nánasta nágrenni Magneu og nutum þess að sýna fínu hundana okkar. Það var alveg hin ágætis mæting og hörku stuð hjá bæði hundum og eigendum.
Eftir gönguna var svo farið með hundana út í bíla og okkur var boðið inn í vöfflur að hætti Keflvíkinga, en þær hljóma svo þú færð þér vöfflu með rjóma á milli og setur svo bráðið súkkulaði ofana samanbrotna vöffluna algjört nammi ég verð að segja. Við skoðuðum myndir frá hundasýningu í Helsingi sem Magnea fór á í sumar og spjölluðum um hundana okkar eins og gerist þegar hundafólk hittist.
Eftir tvær vöfflur eina með rjóma og sultu og eina keflvíska var svo náð í hundana til að leifa þeim að pissa áður en við skelltum okkur aftur afstað til Reykjavíkur. Trölli stóð sig eins og hetja í ferðinni og stelpurnar hrósuði honum í hástert sem er alltaf gaman. ;).
Ég hef það ekki lengra að sinni en hafið þið það bara gott. Set inn mynd af Rósu fallegustu hennar Ólafar.

Kveðja Fjóla og Moli

Það eru 2 dagar í Flórída :D

O my gosss þetta er allt að koma. Ég get varla beðið. Hér kemur mynd af mér og Davíð þegar við föttuðum það í gær að við værum alveg að fara að fara ;) Ég bið að heylsa ykkur þið eruð öll yndisleg.

Bless verið hress

Kveðja Fjóla

Wednesday, July 19, 2006

Vika í Flórída :D

Loksins loksins það eru 7 dagar í sumarfríið okkar. Ég fór til Hlynsa bróssa í morgun þar sem hann er að fara í dag og hjálpaði honum að pakka.
Um helgina stefnum við Davíð á að skella okkur í útilegu í Hvalfirðinum finna okkur góðan stað þar sem við getum slappað af og leyft Mola að hlaupa um af vild. Hlakka til að fara í afslöppun í góða veðrinu, þar sem það er nú spáð góðu veðri og vonandi helst það.
Við Moli vorum að koma úr tæplega eins og hálfstíma göngu í þessu góða veðri og kl hálf þrú förum við til Kristínar sem á Sóldísi og ætlum að fá að prófa hundafimi tækin sem Kristín var að fá sent frá Ameríku.
Ég hef það ekki lengra að sinni en þið fáið eina mynd af Mola þar sem ég var að æfa hann um daginn í smá hundafimi.

Bless ég er hress ekkert stress :D

Sunday, July 16, 2006

Nokkrar mydir af Mosla mínum

Langaði að skella inn nokkrum góðum af hundinum mínum sem ég hef verið að taka upp á síðkastið.

Byrjum á einni þar sem hann fékk hnetusmjörsdollu til að sleikja um daginn. Hann var að sjálfsögðu alveg ofsalega ánægður með það og sleikti af áfergju.

Við Fórum að leika úti í garði um daginn einn af þeim örfáu sólardögum sem hafa verið. Moli spókaði sig bara vel og naut þess að láta sólina leika um sig.











Við fórum á Rauðavatn um daginn og ég ákvað að láta Mola taka smá sundsprett sem og hann gerði. Þarna er hann að bíða eftir að fá smá pulsur hjá mömmu sinni fyrir að vera svona duglegur.

Ég hef það ekki lengra að sinni njótiði bara vel myndanna af dúllunni minni.

Kveðja Fjóla

10 dagar í Flórída :D

Þá er að stittast í ferðina. Bráðum verður bara vika og þá fer ég virkilega að hlakka til. Hlynur er að fara núna á miðvikudaginn þannig að þetta er allt að koma. Annars er það að frétta að ég og Davíð erum alveg ofsalega ánægð með Trölla hann er algjört æði. Ég hef þetta bara stutt í þettað skiptið, við erum að fara út að labba með Mola. Ég skrifa meira þegar nær dregur elsku ferðinni okkar.

Bless í bili

Kveðja Fjóla Dögg

Friday, July 14, 2006

Trölli Angantýr kominn heim :)

Þarna er ég með Trölla

Jæja við náðum í bílinn í gær og erum alveg ofsalega ánægð með hann. Við fórum til Hlynsa bróssa og fengum hjá honum teflon til að bera á hann svo hann verði enn betur varinn. Við fórum til tengdó til að sýna þeim bílinn og leifðum Sveinbirni að keyra hann og hann var bara sáttur. Ég hef ekkert meira að segja í dag set bara inn mynd af gæjanum ;).

Kveðja Fjóla

Þarna er Davíð með gæjanum

Tuesday, July 11, 2006

Má ég kynna fyrir ykkur Trölla Angantýr

Við fórum í dag og gengum frá pappírunum fyrir kaup á Aygo. Á fimmtudaginn megum við svo ná í hann og þá greiðum við. Við fengum okkur silvraðan en ekki svartan eins og planið var út af praktiskum ástæðum. Núna vonum við bara að Massi okkar gamli kall seljist sem fyrst því við höfum ekkert að gera með tvo bíla ;).
Ég segi því að lokum:

I go, You go
We all go for Aygo
;)
Kveðja Fjóla

Dagurinn í gær

Það var sko nóg að gera í gær hjá mér. Dagurinn byrjaði á því að ég vaknaði og gerði mig til að fara hjólandi upp á Lind þar sem ég er búin að taka að mér að vinna við miðasölu á Ron Kenoly sem er kristilegur lofgjörðarsöngvari. Hann verður með tónleika í Fíladelfíu kl 20 þann 9. ágúst. Ég lagði afstað mjög snemma til að vera mætt tímanlega. Á leiðinni hjóla ég framhjá húsi þar sem eru tveir fullorðnir íslenskir hundar (rakki og tík) bundnir inni í girðingu og tveir lausir íslensklir hvolpar hlaupandi um í næsta garði og á grasfleti rétt við götuna. Mér leist ekkert á þetta og ákvað að hringja í lögguna og sjá hvort þeir gætu gert einhvað. Ég beið fyrir framan í rúmlega klukkutíma og engin kom þannig að ég hringdi aftur og fékk þá samband við hundaeftirlitið og þau sögðu að þau mættu ekki fara inn á lóðina en myndu senda einhvern til að tékka á þessu. Ég ákvað að bíða ekki lengur þar sem ég var orðin rúmlega hálftíma of sein að fara upp á Lind en Linda vissi af því svo það var í lagi ég vona bara að einhver hafi komið og hjálpað þessum hvolpa rassgötum ;).
Það var fínt að vera uppá Lind og selja miða bara mjög róleg og þægileg stefning. Ég dreif mig svo heim rétt fyrir tvö til að þrífa bílinn að innan áður en við færum og fengjum skoðun á hann hjá Toyota. Davíð kom heim rétt yfir fjögur og þá drifum við okkur til Toyota til að sjá hvaða tilboð við gætum fengið. Við ákvaðum eftir skoðunina að reyna að selja bílin sjálf og sjá hvort við gætum ekki fengið að eins meira fyrir hann en þeir gátu boðið. Við fengum afslátt hjá Sigga á Aygonum sem var svona allt í lagi en erum núna að vonast til þess að við getum líka fengið nagladekk hjá honum ofaná afsláttinn en ég veit ekki hvernig það fer fyrr en seinna í dag. Við Davíð erum svo heppin að eiga góða að og þá sérstaklega hana ömmu mínaog hann afa minn sem ætla að gefa okkur 200.000 kr upp í bílinn og það er alveg frábært.
Við auglýstum bílinn í gær til sölu á mbl.is þannig að ef þið vitið um einhvern sem vantar ódýran bíl endilega látið þau vita og þau geta hringt í okkur;). Næsta skref í dag er ða tala við Sigga aftur og sjá hvða kemur út úr því og svo líklega kaupa bílinn :D.

Ég hef það ekki meria að sinni.

Kveðja Fjóla

Monday, July 10, 2006

Helgin!

Það er búið að vera nóg þessa helgina hjá okkur Davíð og Mola. Pabbi og mamma fóru til Flórída á föstudaginn og þann sama dag komst ég að því að það myndi kosta tæplega 100.000 kr að gera við bílinn okkar hann Massa sem er náttúrulega bara geðveiki og sturlun þar sem hann er ekki nema 160. 000 kr virið alveg í lagi. Þannig að við Davíð fórum að hugsa, er ekki bara komin tími á að fá okkur nýan bíl? Við fórum að skoða og sá sem var fyrstur á listanum var Toyota Aygo. Ég fór fyrst með afa og ömmu að skoða hann og leist bara mjög vel á. Hann kosta alveg glænýr 1.389000 kr hann eyðir nánast engu eða 4,6/100km í blönduðum akstri, hann myndi ekki hækka það sem við þurfum að borga í tryggingar meira að segja lækka þær en ofan á það kemur samt kaskó sem við höfðum ekki keyft fyrir Massa. Afi og amma vildu að við keyftum 2 ára Yaris frekar en nýan vegna þess að við myndum græða mest á því, en þá fór Davíð að reikna og komst að því að það er bara ekki satt.
Ég var búin að taka ákvörðun að fara og skoða Volfswagen Fox á morgun en er svona að spá í að gera það ekki núna þar sem Hlynsi bróssi sagði að við ætum alsekki að kaupa Volfswagwen þar sem þeyr væru alltaf með einhverjar minniháttar bilanri og sætisáklæðin væru bara drasl og slitnuðu strax og einhvað fleira. En það getur samt verið að ég kíki á morgun og skoði gripinn, ég veit samt ða hann eiðir meira en Aygoinn eða 6,1/100 km í blönduðum akstri og það munar þó nokkru þegar þegar bensínið er í sögulegu hámarki. Hlynsi bróssi mælti með Hyundai Getz þannig að ég fór og skoðaði hann á netini og hann lítur mjög vel út. Hann eyðir samt meira en Aygoinn (en ég er nokkuð viss um að það er engin bíll sem nær að jafna eða toppa hann í sparnýtni) og einnig eru mjög skiptar skoðanir á honum. Ég fór á síðu þar sem hægt er að lesa skoðannir fólks á mörgum mismunandi bílum og þar voru mjög skiftar skoðanir á honum, annaðhvort mjög gott eða mjög slæmt. Ef þið eruð að leita ykkur að bíl mæli ég með þessari heimasýðu þar sem þú getur séð gagnrýnin og hina ýmsu mismunandi bíla http://www.whatcar.com/. Ég hef þetta ekki lengra að sinni læt ykkur vita hvernig málin fara.

Kveðja Fjóla

Thursday, July 06, 2006

Jæja 20 dagar í ferðina :D

Það er sem betur fer farið að stittast í ferðina okkar út. Ég er samt ekki tilbúin að segja að það sé stutt þangað til við förum út enþá það eru 20 dagar við skulum ekki tapa okkur í gleðinni ;). Annars er ekki mikið að frétta af okkar litlu fjölskyldu nema bara það að ég er búin ða vera ða þjálfa Mola fara mðe hann í göngur og taka því rólega. Ég hafði svo miklar áhyggjur af því að ég hefði ekkert að gera þegar ég fæi í frí en það hefur sko sannarlega ekki endað þannig sem betur fer. Jæja ég segi ykkur kanski einhvað meira skemmtilegt á eftir en er núna hjá pabba og mömmu að kveðja þau þar sem þau eru að fara til Flórída á morgun :( lucky bastards.

Kveð að sinni

Fjóla í sumarfríi