Saturday, June 29, 2013

Fyrirfram afmælisgjöf :D

Jæja þá er ég komin úr Vindáshlíð ogmikið rosalega var þessi vika skemmtileg. Það var mikið að gera en fyrst og fremat rosalega gaman :D. Salómon Blær og Davíð komu og heimsóttum mig tvisvar og gistu samtals tvær nætur semvar alveg frábært. 
En nú tekur vinnan við. Ég þarf að fara að skrifa greinar fyrirlestra fyrir hundaskólann okkar Halldóru og á að hitta Halldóru við tækifæri :D. 
En þar sem strákurinn minn hann Salómon Blær varð 11 mánaða í dag þá ákvaðum við að leifa honum að opna pakkann sinn frá afa sínum og ömmu sem eru stödd á Flórída núna. Við tókum nokkrar myndir af kallinum. 

 Fyrst þurfti að lesa kortið frá afa og ömmu

 svo mátti opna pakkann :D

 Moli kom og skoðaði aðstæðurnar og var sáttur við innihaldið ;D


 Brumm brumm :D


 Prófa ALLA takkana :D


 Takk afi Halldór og amma María :D


Knúsar Fjóla og co

Sunday, June 23, 2013

Vindáshlíð here we come :D

Jæja þá erum við Moli á leið í Vindáshlíð í kvöld með henni Báru okkar. Ég á eftir aðvera þar næstu 6 daga og líklegt þessvegna að það verði erfitt að ná í mig sökum þess. Ég hlakka mikið til og vona að það verði eins skemmtilegt og í fyrra þegar ég fór þá kas ólétt af Salómon Blæ :D. Davíð og Salómon ætla að koma og heimsækja okkur Mola, en hann kemur með mér, á þriðjudag eða miðvikudag og vera tvær nætur eða svo. Lífið hérna heima hefur gengið vel með nýja fjölskyldumeðliminum en Emma er að ná að blandast vel inn í hópinn. Á meðan ég  er í hlíðinni fer Emma til mömmu hennar helgu þar semþað var búið að pannta hana þessa vikuna vegna þess að María systir hennar helgu er á landinu og heimtaði að fá hana lánaða á meðan ;D. 
Við kíktum í smá hádegismat til Hlyns, Adríans og Dísu og fórum svo í labbitúr í góðaveðrinu sem var algjört æði :D. Hlynsi var með myndavélina á fullu og ég ætla að stela nokkrum myndum hjá honum við tækifæri og setja á boggið ;D. Moli og Emma (hjónin) eru rosalega góð saman en ég ætla að láta fylgja meðnokkrar myndir af þeim þar sem sést hvað fer velá með þeim ;D. 





Knúsar Fjóla og co

Saturday, June 22, 2013

Árbæjarsafn :D

Við fjölskyldan fórum á Árbæjarsafn i dag í frábæru veðri. Um kv0ldið kíktum við svo til hennar Kristínar minnar sem var að útskrifast sem eru nú ekki litlar fréttir en hún kom mér á óvart með enþá stærri fréttum sem gladdi mitt hjarta mjög. Innilega til hamingju með daginn elsku Kristín mín :D. 
En núna er það eins og alltaf myndir frá deginum :D. 

 Fannst þessar tvær svo sætar þannig að þær fengu að fljóta með ;D




 Fékk að sjá mastersbréf langa langa afa











 Labba til pabba eftir að hann fékk að skoða þessar flottu hænur :D


 Sko sjáðu mamma?


 Þessi kusa var sko heldur betur hrifin af Salómon enda sleikti hún hann velog lengi :D. Salómon fanst hún heldur betur fyndin og skrítin ;D

























Knúsar :D