Tuesday, July 03, 2012

36 vikur og 2 dagar

Jæja þá lítur mnaður svona út þessa dagana, alveg að springa ;D. 
Annars er það að frétta af okkur hjónunum að við fórum á brjóstagjafanámskeið í kvöld, kennarinn mætti 40 mín of seint vegna þess að hún var búin að gleyma okkur og svo þegar hún mætti hefði hún alveg eins geta slefti því þar sem mér og Davíð fannst þetta algjör tímasóun því miðu :S. 
En til að koma með góðu fréttirnar þá erum við búin að kaupa okkur bíl... LOKSINS! Við fundum á blandinu fínan Toyota Avensis station sem við vonum að geri góða hluti fyrir okkur næstu árin án of mikilla óvæntna uppátækja :S. 
Ég þarf núna að leggja hausinn í bleyti til að finna nafn á kappann en það verður að vera tvö nöfn og þau verða að byrja á T.A ;D. 
EN ég og Davíð erum alveg rosalega fegin að vera búin með þetta bíla stúss enda ekki alveg það skemmtilegasta og alveg hrillilega þreytandi að vera að skoða svona mikið af bílum sem að manni finnst hver öðrum verri. 
Á morgun fer ég til ljósmóðurinnar okkar og ætla að reynað að pummpa hana um það hvernig hún haldi að strákurinn snúi og hvað hann sé stór og vona að hún segi mér eitthvað ;D. 

Annars segjum við bara over and out og Guð veri með ykkur 

Fjóla og sparkandi bumbu kall
 

1 comment:

Anonymous said...

Fáum við ekki mynd af bílnum :)

Kristín