Monday, July 02, 2012

35 vikur

Jæja þá er það 35 vikna myndinn en ég var aldrei búin að ná ða setja hana inn fyrir annasömu vikuna mína :S. En það kemur 36 vikna mynd væntanlega á morgun þar sem ég er komin í dag 36 vikur og 1 dag á leið :D. ..........................................
En það er sko búið að vera nóg að gera hjá okkur bumbukalli síðastliðna viku. Á þriðjudaginn fór ég upp í Vindáshlíð til að vinna sem sjálfboðaliði í eldhúsinu og var það alveg hreint frábært :D. Moli fékk meira að segja að koma með og vera með mér í þá daga sme ég var þar en ég var fram á föstudag :D.  
Á föstudaginn kom svo Davíð, Guðlaug og Sveinbjörn og náðu í mig til að fara í Veiðileysu og vorum við þar um helgina. Það var frábært veður og vona ég að ég hafi náð smá lit ;D. 
............................................
Annars er það annað í fréttum að við erum enþá að leita að bíl en erum búin að fá augastað á einum sem við erum spennt fyrir  og ætla ég að fara með pabba og mömmu að prufukeyra hann í dag og fá allar upplýsingar en það væri frábært ef hækt væri að klára þetta mál í dag. 
..............................................
Annars hefur mér aldrei liði eins ólétri og mér hefur liðið síðastliðna viku enda kanski ekki skrítið þar sem það er minna en mánuður í settann dag :S... soldið stressandi.
Við davíð erum að fara á brjóstagjafanámskeið á morgun þriðjudag og svo förum við til ljósmóðurinnar á miðvikudaginn. Planið er svo að reyna að komast á Akranes til að skoða spítalann þar og sjá hvort við höfum áhuga á að eiga þar eða ekki en það stendur til boða :D. 
Annars er bumbukallinn búin að vera að gera mömmu sinni lífið erfitt þar sem hann er að pota og sparka og snúa sér eins og einginn sé morgundagurinn :S. Ég er líka búin að vera með í bakinu en er öll að koma til eftir að ég komst í mitt eigið rúm (ahhhh). 
En annars var það ekki fleyra merkilegt sem gerðist hjá mér og segi ég því bara over and out og megi Guð vera með ykkur öllum :D

Fjóla og bráðum ekki Bumbukall ;D

No comments: