Wednesday, July 25, 2012

Andvökunætur!!!!!!!

OHHHH..... hvað ég þoli ekki að geta ekki sofið. Maður sem er að reyna að safna orku fyrir ALVÖRU andvökunætur þegar strákurinn er mættur á svæðið þarf ekki á þessu að halda líka, allavegana finnsat þér það ekki :S. 
Ég er farin að vera með svona rútínu sem samanstendur af því að ég á eina góða nótt þar sem ég næ að sofa til svona 9-10 með meðal pissu ferðum um nóttina en þeirri nótt fylgir yfirleitt önnur sem samastendur af því að ég geti ekki sofnað, næ að sofna vakna aftur eftir svona 1-2 tíma og þarf þá að gera eitthvað til að dreifa huganum svo ég geti huksanlega náð að sofna eitthvað aftur :S. 
Þetta er soldið mikið pirrandi í nótt vegna þess að ég þarf svo á svegninum að halda þar sem ég er að fara í sveitina eld snemma í fyrramálið... en það lítur ekki út fyrir að ég eigi eftir að fá mikinn svefn :S. 

Vantaði svo að deila með ykkur þessum pirring mínum :9. 

Haldið áfram að sofa. 

Fjóla

1 comment:

Anonymous said...

Já það er sko óþolandi en þetta er eitthvað til að venja þig við komandi nóttum hef ég lesið frekar pirrandi :/
Knús og hafðu það gott í sveitinni dúlla
Kristín