Wednesday, July 11, 2012

37 vikur og 2 dagar :D

Jæja þetta styttist óðfluga þessi meðganga hjá mér. Strákurinn er duglegur að sparka í mig og er greinilega fullur af fjöri, stundum mætti halda að hann sé að reyna að brjóta  sér leið út ;D.
Við davíð höfum verið dugleg að skipuleggja okkur áður en strákurinn kemur en um síðustu helgi fór Davíð með pabba og keyfti hillur fyrir geymsluna og er hún núna MIKLU skárri en hún var enda komið meira skipulag :D. Ætli við reynum ekki að fara fyrripart laugardags og endur raða og henda því sem við viljum ekki eiga svo þetta sé sem mest tilbúið þegar prinsinn kemur. Ég er búin að taka nokkrar barna fata þvottavélar líka í vikunni og taka til og þrífa með hjálp mömmu. Pabbi og mamma komu svo hingað í gær og hjálpuðu mér að klára það sem hækt var að klára í garðinum eins og að mála þennan eina hlera sem var eftir, slá grasið, filla í holuna meðfram staurnum sem var lagaður á giðringunni og sá gras fræjum og blákorni. 
Annars erum við líka að skipuleggja að fara í dag og skoða aðstöðuna á Akranesi ef við skildum vilja eiga barnið þar, ég er að vonast til að komast í meðgöngunudd á morgun eða hinn, ætla að reyna að fara á hundasnyrtistofuna á föstudaginn og vera til hádegis þannig að það er nóg að plana og huksa. 
Við komumst að því þegar byrjað var að pakka í töku til að taka með upp á fæðingadeild að við þurfum að minsta kosti að pakka í þrjár töskjur, eina fyror okkur Davíð, eina fyrir prinsinn og eina fyrir Mola því hann þarf náttúrulega að fara í pössunn þegar við förum upp á fæðingadeild. 
En nóg með blaður ég ætla að koma mér út að gera eitthvað af viti. 

Knúsar Fjóla og Prinsinn ;D

No comments: