Jæja eins og þið vitið væntanlega felst þá lentum við í því að þurfa að kaupa okkur nýjan bíl og LOKSINS er þeirri leit lokið. Þetta er búið að vera alveg hrillilega leiðinlegt og langdregið ferli en við teljum okkur vera búin að finna framtíðar fjölskyldumeðliminn hann Tim Allen.
Ég var að vinna í hönum með pabba og mömmu hálfann daginn í dag og er hann sko farinn að líta vel út kallinn. Þetta er Toyota Avensis 2000 árgerð og keyrður 154.000 km sem er bara nokkuð gott :D.
Það er nóg skott pláss sme er einmitt það sem við vorum að leita eftir og er hann merkilega snyrtilegur miðað við aðra bíla sem við höfum verið að skoða.
ég tók hann allan að innan og er bara þokkalega sátt með hvernig til tókst. Pabbi riðvarði og blettaði í nokkra staði að utan til að varna því að hann héldi áfram að riðga þar en það er mjög takmarkað rið í honum miðað við flest annað sem ég hef séð á undanförnum vikum. Hann var svo allur bónaður líka að utan og felgur og dekk hreinsuð þannig að hann er eins og nýr :D.
Ég ætlaði að fá Davíð í það með mér að prófa að festa baseið en komst svo að því að það er hjá afa og ömmu þannig að ég fer líklegast á morgun og næ í það þangað ásamt útilegu dótinu okkar sem er þar líka.
Um helgina ætlum við Davíð svo að taka geymsluna okkar í gegn til að það sé afstaðið áður en litli prinsinn mætir á svæðið en það verður MIKILL léttir þegar það er afstaðið og við höfum komið á smá skipulagi þarna uppi.
Við fórum líka til ljósmóðurinnar í dag og gekk all vel þar. Við fengum að vita það að hann er búin að færa sig örlítið (er núna með bakið hægrameginn), höfuðið er hreifanlegt þannig að hann er ekki fast skorðaður og ljóska heldur að hann sé svona um 3 kg að þyngd. Annars er allt annað gott og ekki hækt að kvarta yfir neinu.
Ég ætla að koma mér í háttinn núna enda búinn að vera langur og góður dagur :D.
Knúsar Fjóla og litli prinsinn
No comments:
Post a Comment