Thursday, June 14, 2012

Njáll Angi allur :S

Í gær lenti hann Davíð minn í því að rúta keyrði aftaná hann og hann henntist framaná næsta bíl :S. Bílinn okkar hann Njáll Angi er keyranlegur en vegna þess ða hann er gamall þá vill tryggingafélagið ekki gera við hann sem er alveg rosalega sorglegt því hann er frábær bíll :S. 
Davíð er búin að v era að vesenast í þessu í allann dag og ég fór með bílinn áðan til að láta meta skemdina en það er vel yfir því sem hann er virði (allavegana gagnvart öllum öðrum en okkur). 
Þá er víst næsta mál á dagskrá að finna sér nýjan bíl sem er að minstakosti eins góður ef ekki betri og hann Njáll okkar :S.

3 comments:

Helga said...

Æ, en fúlt :( Lenti í því sama með Silfra minn, ferðaþjónusta fatlaðra keyrði á mig, VÍS ætlaði að borga mér hann út (200 þús sem var fáránlega lágt) en ég heimtaði að það yrði gert við hann. Ég sæki hann á verkstæðið á morgun.

Anonymous said...

Ömurlegt að heyra þetta :( Er í lagi með Davíð? En hvernig fer það þegar maður kastast á næasta bíl þurfið þið þá að borga það?

Knús Kristín

Fjóla Dögg said...

Nei við erum fullkomlega í rétti. Davíð er ágærtur en fær samt höfuðverki og í bakið þannig að það þarf bara að fylgjast með því. Annars fáum við vonandi að vita fljótlega hvað þeir ætla að bjóða okkur í bílinn og vona ég að það verði ekki eins fárnánlegt og þeir buðu Helgu :S