Monday, June 18, 2012

17. júní

Í gær var 17 júní og ákváðum við Davíð að bjóða famelíunni í hádegis BBQ :D. Við buðum upp á tvenskonar kornbrauð sem bæði voru æðisleg, kalkúnabringu, svínarif, pooled pork (eða tætt svínakjöt í bbq sósu), salat, karteflumús með beikoni, graslauk, sýrðum rjóma og fleiru, og alskonar annað smá meðlæti ;D. 
Það var alveg rosalega gaman þrátt fyrir að veðrið var ekki alveg nógu gott til að sitja úti. 
Ég er búin með ritgerðina mína og búin að verja hana líka þannig að núna erþ að bara prófið sem er eftir og að setja inn eitthvað af því efni sem ég er búin að vera að gera á þessari önn inn í portfolioið mitt. 
En nóg um það hér koma nokkrar myndir frá gærdeginum :D. 

 ummm svo gott :D



Adrían Breki var LAAANG flottastur í stólnum hans frænda síns og í vesta bolnum sínum ;D. 

Knúsar og Guð veri með ykkur 

Fjóla og Prinsinn (sem er ekki svo lítill lengur, að mér finst :S)

No comments: