Monday, June 11, 2012

Góð helgi liðin :)

Jæja þá er alveg frábær helgi búinn en við Davíð fórum í útilegu á Laugarás með Báru, Ásgeiri, Ragga, Jóhönnu og honum Ísak Nóa :D. 
Það var mikið gert m.a. að fara í sund á Borg, fórum í Slakka, kíkja á Engi til Ingólfs og Sigrúnar frænku,spilaðir úti leikir, sólbaðast og spjallað saman um allt og ekkert. Við Davíð aftur á móti komumst að því að við þurfum að kaupa okkur nýja vindsæng því okkar er alveg búin á því :S. Tjaldið okkar er líka orðið hálf sjúskað líklegast farið að migla eitthvað þar sem það hefu ekki verið notað svo lengi :S.  
En annars er það í fréttum að ég ætla að taka að mér 4 daga í Vindáshlíð sem sjálfboðaliði vikuna eftir að ég klára skólann minn og hlakka ég alveg hrillilega mikið til þess :D. Ég fæ að vera í eldhúsinu með Báru sem er bara GEGJAÐ :D. 
En núna í þessari viku á ég eftir að sitja sveitt við ritgerðar smíð og í næstu viku er það svo síðasta vikan í kúrsinum mínum þannig að það er bara prófalestur all the way :S. 
Við Moli ætlum að koma okkur út núna í labbitúr enda gott veður og við bæði alveg komin á tíma með að fara út og fá okkur ferskt loft ;D. 

Knúsar Fjóla og co

2 comments:

Anonymous said...

Gangi þér vel á loka sprettinum :)

Knús Kristín

Anonymous said...

Ég hlakka svo til!!!

Kv. Bára