Þá eru bara 11 dagar þangað til við Davíð förum í 20 vikna sónarinn og fáum að vita hvort kynið við fáum :D. Ég neita því ekki að ég er orðin verulega spennt enda höfum við ákveðið að vera ekki að pæla í nöfnum fyrr en við vitum hvort það er :D.
Annars er ég öll að verða betri af veikindunum sem betur fer en ég ákvað að taka mér einn dag í viðbót frí frá vinnu vegna þess að ég veit að það er gáfulegast en það er soldið erfitt stundum vegna þess að ég fæ samviksubit að ég sé bara að aumingjast. En þá sagði Davíð að ég væri ekki bara að huksa um mig heldur barnið sem er alveg rétt.
Ég hef nánast ekkert gert í náminu meðan ég var veik sem þýðir að ég þarf að vera dugleg í dag en það er erfitt að byrja :S.
Mig langaði líka að elda eitthvað gott fyrir Davíð minn í kvöld en ég sé ekki að það sé til neitt til að elda almennilega úr :S.
Kanski getum við platað einhver til að bjóða okkur í mat ;D.
En nóg um það ég þarf víst að gera eitthvað að viti en bið ykkur vel að lifa og Guð blessi ykkur öll.
Fjóla og bumbubúinn
1 comment:
Gott að þér sé að batna :)
Kristín
Post a Comment