Jæja best að koma með smá update ;D. Við davíð fórum í 20 vikna sónarinn á þriðjudaginn og fengum að vita kynið ;D. Við erum samt ekki búin að segja neinum en foreldrar og sistkyni eru orðin vel spent svo ég minnist nú ekki á aðra ;D.
Á morgun ætlum við að bjóða foreldrunum og sistkynunum í smá mat og segjum þeim svo hvort kynið það er ;D.
.......................................................
Annars þegar ég fór að huksa um það í dag áttaði ég mig á því að ég er komin 20 vikur og 4 daga á leið... það er ekkert smá finnst mér.
Sveinbjörn kom heim í gær frá Bandaríkjunum með barnastólinn okakr og erum við í skýjunum með að vera komin með hann :D enda ekkert smá flottur. Ég skal taka mynd við fyrsta tækifæri og setjana hingað inn fyrir ykkur ;D.
En annars þá er ég á fullu að klára þessa tvo áfanga sem ég er í og get ekki beðið þegar næsta vika er búin og áfangarnir eru afstaðnir YESSSSS!!!!!!!!!!!!!!!
En ég sendi bara knúsa héðan úr Mosó og bið ykkur vel að lifa og Guð veri með ykkur :D.
Knúsar Fjóla og bumbubúinn
No comments:
Post a Comment