Thursday, October 07, 2010

Nóg að gera

Þá er ég vöknuð og er að taka því rólega áður en ég helli mér í að byrja að glósa og lesa fyrir næstu viku :D. Ég er að reyna að vinna mér eins mikið í haginn og ég get þar sem ég er að fara til Íslands eftir VIKU :D. Ég er orðin alveg hrillilega spennt að hitta alla og sjá prinsessurnar í fyrsta sinn en það er oriði soldið erfitt að vera hérna í USA og vita af þessum litlu gormum heima á Íslandi :S.
En námið hefur gengið að mestu leiti til vel ég er enþá soldið ráðvilt með að kommenta á netinu á verkefni annara nemenda en ég bara veit ekki hvað ég á að segja :S. En ég er að reyna að læra þetta eins veil og ég get og muna eins mikið og ég get.
Annars er Davíð bizzy í vinnunni sinni en það nýjasta er að frétta að Arnaldur vinur hans úr Orkuveitunni er að koma hingað með kærustunni sinni og eigum við væntanlega eftir að hitta þau eitthvað en samt kanski mest Davíð, fer eftir því hvað ég hef verið dugleg að lesa ;S.
En ég held ég ætli að koma mér að efninu og sendi bara kveðju á ykkur gott fólk :D.

Guð blessi ykkur
Fjóla og co

3 comments:

Helga said...

Þú ert svo dugleg Fjóla mín, ert að standa þig ljómandi vel :D Er svo ánægð með þig! Vonandi getum við eitthvað spjallað á skype fljótlega (um helgina?) er að skila verkefni annað kvöld. Annars sendi ég bara hlýjar baráttukveðjur frá Norge.
Knúsar frá mér og gimpunum tveim <3

Anonymous said...

O verður æði að fá að hitta hvolpa skottin :) Halakka til og að fá þig heim :)

Knús Kristín

Fjóla Dögg said...

Já Helga við skulum endilega spjalla mjööög fljótlega :D. Helgin hljómar vel :D

Já Kristín ég hlakka alveg hrillilega til að hitta hvolpana

Fjóla