Þá erum við aftur orðin ein í litla kotinu okkar. Við áttum alveg æðislega dagam með Benjamín en það var mikið spilað bæði á borð spil og wii ;D.
Ég er búin að vera samviskusöm í náminu og er að reyna að vinna mér eins mikið í haginn og ég get svo ég þurfi ekki að gera mikið meðan ég er heima á Íslandi. Ég er að læra hratt á allt þetta tölvu dót sem er gott því ég var búin að kvíða því mikið. Námið gengur annars mjög vel ég er að reyna að skilja eins mikið og ég get með því að glósa helling svo þetta síist betur inn. Á morgun ætla ég að klára að senda spurningar sem ég þarf að svara helst fyrir miðvikudaginn þannig að ég er on top of things ;D.
En núna erum við Davíð að fara að halda áfram að skrifa jólakort því planið er að koma með þau heim þegar ég kem í okt og spara okkur smá sendingakostnað ;D.
Knúsar heim og Guð blessi og varðveiti ykkur :D.
Kveðja Fjóla og co
1 comment:
Þið eruð svo sniðug það munar notlega alveg helling að þurfa ekki að borga það :)
Knús Kristín
Post a Comment