Monday, October 25, 2010

Komin heim

Þá er Íslands ævintýrið mitt búið og ég er aftur komin heim og komin á fult í lærdóm :S. Ég er að reyna ða vinna eins mikið og ég get núna í dag og á morgun og reyna að klára allt sem ég get fyrir miðvikudaginn því á miðvikudags kvöldið koma Marisa og Jón til okkar í heimsókn :D. Ég á ekki eftir að hafa neinn tíma til að læra meðan þau eru hérna enda langar mig ekkert að vera að læra þá ;D. Þau verða hjá okkur þangað til á laugardaginn og hlakka ég mikið til að fá þau.
Það var alveg gegjað gaman að fara heim til íslands og hitta alla eftir svo allt of langa fjarveru. Því miður tók ég þá ákvörðun eftir mikla sálar angist að það væri ekki rétti tímin fyrir okkur Davíð að bæta við okkur lítilli prinsessu eins og staðan er hjá okkur núna. Það var mjög erfit en ég veit að ég gerði rétt því ég finn bara núna eftir að ég er komin heim hvað það er mikið álag á mig í náminu og framhaldinu hjá okkur. Ég verð bara að bíða betri tíma og sætta mig við að það gæti verið að það væri ekki í nánustu framtíð :S.
En nóg um það, ég ætla að henda inn myndum frá ferðinni heim við tækifæri en þangða til þá sendi ég bara knúsa heim og er strax farin að sakna ykkar allra :S.

Knúsar og Guð veri með ykkur
Fjóla

1 comment:

Anonymous said...

Úff já ég er bara strax farin að hlakka til að sjá þig í sumar dúlla :)

Knús Kristín