Þá eru bara nokkrir tímar þangað til ég legg afstað út á völl og hoppa upp í vél til Íslands. Ég er að reyna að taka því rólega en hausinn á mér er að huksa svona triljón mismunandi hluti þannig að það er erfitt að slappa af :S.
Ég er búin að taka til og þrífa heims svo Davíð minn þurfi ekki að hafa áhyggjur af því ofaná allt annað en hann hefur nóg að gera. Moli þarf að vera soldið mikið einn heima næstu viku þar sem Davíð þarf auðvita að vinna en hann ætlar að reyna að taka hann með sér í vinnuna eins mikið og hækt er. En ég vona að Moli verði í lagi en hann þarf að vera mjög lengi einn þegar Davíð getur ekki tekið hann með.
Jæja ég hef ekkert meira að segja nema... sé ykkur heima :D
kveðja Fjóla
1 comment:
Hlakka til að fá þig heim skvís :D
Knús Kristín
Post a Comment