Um helgina fékk ég það frábæra tækifæri að sýna hana Arisi hennar Kristínar. Við bjuggumst ekki við miklu hjá henni útaf tönninni og svona en hún gjörsamlega kom okkur á óvart.
Það byrjaði á því að ég var næstum því búin að missa af því að fara inn í hringinn, svo stóðum við okkur eins og hetjur í að standa og á borðinu líka og við fengum alveg óvænt rauðan borða (fyrstu einkunn) og fórum aftast í röðuna. Svo er það loka ringurinn þar sem dómarinn bendir mér á að fara fresmt í röðina ég var bara HAAA!!!! Við tökum loka hring og svo sé ég bara bent á mig og sagt Number 1!!!!!!! Aris vann sinn flokk og var þriðja besta tík tegundar og er meistaraefni. Við vorum svo hissa og svo skemmtilega ánægðar að við vorum í skýunum. Ég er svo glöð að hafa fengið að sýna Arisi og er alveg komin með bagteríuna núna ;).
Sóldísi gekk líka vel fékk þriðja besta tík tegundar þannig að dagurinn var góður.
Við fórum svo út að borða með Chihuahuadeildinni á Red Chilly og var það rosalega gaman að fá að heyra alla dómana og slappa smá af.
Jæja ég hef það ekki lengra gott fólk hafið það gott og Guð blessi ykkur.