Monday, June 23, 2008

Hringferð

Núna fer að styttast í langþráða hringferð með bestasta kalli í heimi og ykdislegasta hundi í heimi. Við leggjum afstað á föstudaginn og það er sko nóg að gera þangað til þá. Í dag förum við Davíð í mat til Halldórs og Tinnu og hlakkar okkur mikið til þess. Á miðvikudaginn er mjög mikið sem þarf að gera, m.a taka til hér heima, þrífa uppi hjá ömmu, panta nokkra hluti á petedge og svo á tengdamamma afmæli og skilst mér að það verði einhver glaðningur um kvöldið. Á fimmtudaginn er svo síðasti undirbúnings dagur áður en við leggjum afstað og ætla ég að fara með Helgu vinkonu í Kærleikan um kvöldið.
Ég er rosalega spent og er á fullu að búa til lista hér og þar yfir hvað þarf að gera og undirbúa áður en við förum.
Helga fer út til Noregs 11. ágúst og á eg rosalega erfitt með að sætta mig við það. Fróði fer með. Það er rosalega erfitt að hugsa til þess að bestu vinirnir hafa ekki hugmynd um hvað er að fara að gerast og að þeir eiga ekki eftir að sjást í mörg ár. Þetta eru mjög erfiðir tímar fyrir mig og mikið sem er að berjast um í kollinum á mér.

Kveðja Fjóla og Moli

Wednesday, June 18, 2008

17. júní liðinn og vinnuvikan heldur áfram

Jæja ég er ný komin inn úr hressandi göngu með honum Mola mínum og ákvað að skrifa örfáar línur áður en ég legg afstað hjólandi upp í vinnu.
17. júní var yndislegur og var veðrið dásamlegt fyrir utan smá rok. Við Moli dressuðum okkur sérstaklega upp hann með þverslaufu og ég í Þjóðbúning. Við hjóluðum til tengdó og fengum okkur vöfflur og með því og svo var farið niður í bæ að skoða mannlífið. Við hittum Helgu vinkonu þar með Fróða sinn og náðum að vera með henni í örfáar mínútur áður en við urðum að labba aftur til tengdó í mat. Amma fékk að lauma sér með í hátíðarmatinn þar sem afi er úti á landi, mamma og pabbi í Kanada og Jóhann og Krúsa á Flórída.
Það er margt sem er frammundan í þessari viku, á morgun koma Styrmir og Fríða í smá heimsókn með litlu krílin sín þau Dóru og Stefni þar sem þau ætla líklega að vera svo góð að lána okkur íbúðina þeirra í Wasington í sumar þegar við Davíð förum þangað í nokkra daga. Colby kemur aðfaranótt föstudags og ætlar Davíð að ná í hann út á völl. Við munum væntanlega eyða dágóðum tíma með honum en hann verður hér í nokkra daga. Um helgina er svo útilega með Halldóri og Tinnu og ef til vill nokkrum fleirum en stefnan er að fara á Flúðir og fær Moli að koma með, það verður alveg frábært.
Ég er að velta því fyrir mér að vera bara í fríi svona fram í miðjan ágúst þar sem Helga vinkona hefur tekið ákvörðun um að halda fyrrsetum tíma að flytja til Noregs og væri gaman að ná að eyða með henni góðum tíma áður en hún fer út. Aris verður líka hjá mér og er fínt að vera í fríi á meðan hún er. Ég held ég bjóði samt Helgu yfirmanninum mínum að ég geti verið til staðar ef það vantar starfsfólk í sumar en ég ætla svo bara að vonast til þess að í lok ágúst sé ég komin með vinnu á snyrtistofu hérna heima.

En ég verð að fara að drífa mig í vinnuna klukkan tifar.

Hafið það sem allra allra best.

Kær kveðja Fjóla og Moli

Thursday, June 12, 2008

Vinnuvikan að enda

Ég er búin að vera geðveikt dugleg að hjóla í vinnuna á hverjum degi þessa vikuna. Í næstu viku vinn ég svo tvo daga (mán og mið) frá 13-18:30 og tvo daga (fim og föst) frá 7-14. Ég er bara mjög sátt við það. Svo er 17. júní í næstu viku á þriðjudaginn og hlaka ég til að fara niður í bæ með Davíð mínum og Mola mínum og hafa það kósý í góða veðrnu og fá okkur candyflos, snuð og kanski gasblöðru :D.
Ég skellti Mola í bað í dag og baðaði hann með glænýju sjampói sem ég fékk þegar ég útskrifaðist úr Hundasnyrtiskólanum. Hann ilmar nú vel og er hreinn og fínn.
Það átti að vera útilega með Kristínu, Smára og Helgu um helgina en við Davíð eiðilögðum það fyrir öllum þar sem við erum svo upptekin og tímabundin þessa helgi að við sáum okkur ekki fært að fara og vera í burtu alveg í rúmlega sólahring. Ég vona að þær séu samt ekki mjög sárar út í mig vegna þess að mig virkilega langaði að fara og vona ég að við fáum annað tækifæri í sumar að gera einhvað saman.
Jæja ég hef nú samt planað að eiða tíma með Helgu minni um helgina og hafa gaman með henni. Kanski dinner, movie og svo ganga einhverstaðar á laugardag eða sunnudag ;)... hljómar vel.
Jæja hafið þið það gott um helgina og Guð blessi ykkur.

Tuesday, June 10, 2008

Myndir úr sumarbústaðaferðinni

Við vinkonurnar skelltum okkur í bústað um helgina og var það alveg rosalega mikið fjör.
Ég læt myndirnar tala fyrir flestu. Annars er ég að fara á Esjuna með Davíð mínum og Mola mínum á eftir og svo í Tíbet Spanniel göngu með Helgu þannig að Moli ætti að vera alveg búinn á því eftir daginn í dag.
Helga bestasta

Aris

Öll saman nema Sóldís sem var eftir í bústaðnum vegna þess að hún er fótbrotin

Vinkonurnar

Blauti kall

Fróði

Moli rennandi blautur og bara sætur

Kristín dúlla

Fannst þessi mynd töff


Fróði með barna handklæðið sitt eftir blauta göngu ekki mjög sáttur

Aris sæta sæta en hún er að koma í pössun til mín í ágúst

Við komum okkur allar fyrir í hjónarúmminu með alla hundana og horfðum á mynd og spjölluðum. Aris og Moli komu sér vel fyrir hjá mér

Ég elska loppurnar á Arisi svo flekkóttar og sætar

Moli með þreyttur

Röltum á fjall og skemmtum okkur konunglega sérstaklega ég

Moli fallegasti fallegasti betati betati

Ég að fíla mig í tætlur

Kristín og Fróði komin langleiðina upp

Moli á toppnum

Ég setti hann uppá vörðuna og leifði honum að skoða útsýnið

og svona var útsýnið... fallegt ekki satt

Fallega Íslenska hraun

Það er eitthvað skemmtilegt við þessa mynd ég kýs að kalla hana
"The Dog and his Master"

Hvað ætli hann sé að hugsa

Blóm blóm faleg falleg

Fróði yndislegi alltaf jafn flottur

Moli fallegasti eftir fjallgönguna


Eins og þið sjáið þá er ég mjög hrifin af því að taka svona myndir :)

Monday, June 09, 2008

Góður djókur frá pabba ;)

Jæja pabbi og mamma náðu í okkur davíð og við fórum í smá heimsókn til afa og ömmu í Garðhúsi. Þannig er mál með vexti að pabbi og mamma eru að fara til Kanada að heimsækja vina fólk sitt Mike og Debbi þar. Þau eru einnig að fara með öðrum vina hjónum. Mike var búin að pannta fyrir þau hótelherbergi á rosa flottu hóteli á 24 og 28 hæð þar sem er fallegt útsýni yfir Neacra Falls. Þanni er mál með vexti að pabbi er alveg sjúklega lofthræddur þannig að það datt af honum andlitið þegar hann las póstinn frá Mike.
Davíð spurði svo pabba:
Davíð: "jæja hvort viltu svo vera á 24 eða 28 hæð Halldór"
Löng þöggn
Pabbi: "Er munur á kúk og skít?"
Ég og Davíð "HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA......."

Langaði að deila þessu með ykkur og vona að þetta fái ykkur til að hlæja líka

Saturday, June 07, 2008

Sumarbústaða ferð JJJJEEEEIIIIII!!!!!!!!!!!!!!!!!

Jæja núna er ég vöknuð og er að gera mig til fyrir einnar nætur sumarbústaðar ferð með Kristínu og Helgu og ölum voffalingunum okkar. Ég er alveg rosalega spennt og veit að þetta á eftir að vera frábær ferð.
Við ætlum bara að labba endalaust með hundana, borða inni á milli og slappa svo af um kvöldið og spila og hafa gaman, nákvæmlega það sem ég lít á sem fullkomna afslöppun. Davíð fær ekki að koma með í þetta skipti en við sjáum til hvort hann fái ða koma með næstu helgi hver veit ;). Á sunnudagskvöldinu er svo ákveðið ða fara til Jóns og Riss í kvöldmat og spjall þar sem þau voru bara að koma heim eins og við og verður það rosalega gaman. Marisa átti afmæli núna 31. maí þannig að þetta verður væntanlega hálfgerður afmælis dinner ;).
Búist við myndum þegar ég kem til baka.

Njótið helgarinnar
Fjóla Dögg og Moli Fjólson

Wednesday, June 04, 2008

Jæja lofaðar myndir

Jæja núna koma lofuðu myndirnar og ég vona ða þið njótið þeyrra. Ég reyni að blogga fljótlega með allt sem hefur gengið á síðan ég koma heim.
Knús Fjóla
Davíð að borða ís á Sweet Tomato

Ég að borða jarðaberja muffins ógeðslega gott

Sveinbjörn á Longhorn steakhouse mmmm....

Ég með sallatið mitt

Guðlaug fékk ekkert smá stóran hamborgara

já hann er villimaður ;)...

Linda fékk sér rif

Davíð og Benjamín í island of edvantur í Hulk rússíbananum. Þeir eru á þriðja bekk




ummmm.... karmamellu epli

Við vorum kosin flotasta parið JJEIII!!!!!


Davíð að æfa sig í ameríkana hlutverkinu

Guðlaug með epla karamellu eftirréttin sinn á Tony Romano

Benja´mín með browny eftir réttin sinn

og ég með súkkulaði bita köku og ís eftir réttin minn og já JAMÓ you guys!!!

Við Davíð að pósa þegar við fórum á mistery dinner show

Einn af próf hundunum mínum fyrir

Eftir. Ég er rosalega stolt af þessum

Hvolpa rassgat

Einn af próf hundunum mínum fyrir

Eftir

Andlitið eftir

Útskriftin mín

Ég og Kristina uppáhalds kennarinn minn

Við félagarnir Cindy og Tim

Kakan mín

Fórum út að borða á Romano maccarony and grill með Verði og Esther


Við hjónin

Myndir úr fjöruferð með Helgu og Fróða. Fundum þetta fallega hreiður

Fróði sæti

Moli minn

Krabbin í fjörunni hann heitir Már... nei þetta var einhvað vitlaust ;D

Fallega Ísland

Moli minn

Moli að bíða færis að hoppa á Fróða einn af uppáhalds leikjunum hans

en og aftur fallega fallega Ísland