Friday, November 30, 2007
Bráðum kemur desember :D!!!!!
Núna lyggur hún hérna hjá okkur Davíð uppi í rúmmi og er að reyna að vekja pabba sinn með því að sleikja á honum hnakkan ekki alveg að virka en svo sætt :D. Hún tók þá bara ákvörðun um að halda áfram að naga beinið sitt.
Hneta er búin að vera rosalega dugleg að læra að setjast, leggjast, bíða og horfa í augun á mér til að fá leifi um að ná í nammi og allt þetta bara 11 vikna rosadugleg.
Ég talaði við mömmu í gær og hún var í sjokki eftir að hún fékk alla pönnntunina frá mér og Helgu sem við keyftum á petedge :S enda ekkert smá veslunar flipp á okkur.
Annars höfum við það bara gott fyrir utan vonda veðrið úti akkúrat núna. Ég fór með Helgu vinkonu í bænahóp núna á miðvikudaginn og það vara algjört æði rosalega holt fyrir sálina að fá að heyra öll þau kraftaverk sem eru að gerast í heiminum og ekki bara þar heldur líka hérna heima á Íslandi :D
Jæja ég hef það ekki lengra í bili þarf að fara að mæta í vinnu en Guð blessi ykkur yndislega fólk og kanski að maður kíki á einhverja í heimsókn með Hnetu til að leifa henni að hitta sem flesta ;D
Kveðja Fjóla, Moli og Hneta
Monday, November 26, 2007
Ekki eru allir dagar jafn auðveldir
Davíð er að vinna til hálf 7 og svo er planið að reyna að þrífa aðeins, taka til og jólaskreyta.
Hneta fór í aðra bólusetningu í dag og þar sem ég get verið svo neikvæð var ég búin að ákveða að vælukjóinn minn myndi öskra úr sér lungun en nei ég greinilega van mat ást hennar á mat þar sem hún fékk að borða meðan hún var sprautuð og tók ekki eftir neinu. Núna eru bestustu vinirnir að leika sé á gólfinu með jólakolkrabbatístudót voða gaman.
Ég er alltaf að reyna að leita meir og meir með vandamál mín til Guðs í staðin fyrir að reyna að leysa þau sjálf sem ég er einganvegin fær um að gera. Guð er að opna fyrir mér leið til að fá hjálp við mínum vandamálum og er ég honum svo þakklát fyrir það.
Orð Guðs til ykkar sem ég dróg rétt í þessu
Guð blessi ykkur og sé ykkur ávalt nálægur.
Wednesday, November 21, 2007
Hneta er komin heim :D
Tuesday, November 20, 2007
Jæja loksins
Þá er komið að því!
Hneta kemur heim á morgun (ef allt gengur upp). Við erum búin að fá það á hreint að við fáum hana og er planið ða fara og ná í hana strex eftir vinnu á morgun í kringum 12 og ganga frá greiðslu og skrifa undir samning. Ég er einnig búin að fá frí á fimmtudeginum sem er algjör snild því þá get ég vanið hana aðeins við að vera ein í nokkrar mín og sjá hvernig það gengur.
Kristín, Helga, Marisa og margir aðrir eru alveg að springa úr spenningi og það vantar ekki að ég sé orðin soldið spennt svona þegar ég er byrjuð að átta mig á þessu öllu saman.
Ég bið bara að allt megi ganga vel þegar við náum í hana og þegar Moli og hún hittast fyrst ein og að þeim komi mjög mjög vel saman það er það sem skiptir mestu máli fyrir mig.
Ég fór í gær með Marisu og Helgu að versla í Rúmmfatalagernum jólateppi í búrin hjá hundunum fyrir jólinn og litla gegjað sæta jólasokka.
Annars er það að frétta að mamma er að fara til Flórída eftir svona ca hálftíma og kemur aftur heim 5. desember, Davíð er alveg að drukna í verkefnavinnu svona alveg ofaní prófunum og við erum að fara að taka allt í gegn hjá afa og ömmu og hjá okkur um helgina auk þess sem við ætlum að skreyta fyrir jólin, þannig að það verður rosalega gaman.
Moli er yndislegur eins og alltaf og ég er svo glöð að vera að koma með annan hund inn á heimili þar sem svona góður hundur er fyrir því hann þarf að kenna litlu góða siði ;).
Ég set inn myndir af nýu þegar hún kemur svo þið fáið að njóta hennar líka.
Kveðja Fjóla, Moli og bráðum Hneta ;)
Saturday, November 17, 2007
Erfiðir tímar hjá mér þessa dagana
Málið er það að ræktandin sem mamma tíkarinnar er frá á frétt á því ða fá tík undan henni og ákvað hún það núna þegar hvolparnir eru 9 vikna að hún ætli að taka tík. Allir þeir sem voru búnir að fá lofaða tík voru settir á hóld og núna bíða þeir með öndina í hálsinum.
Ég persónulega er alveg að fara að gefast upp á því að bíða og veit ekki hvað ég geri í stöðunni. Það var búin að lofa mér að fá tíkina á ákveðnu verði og vona ég að það standi þótt að núna sé allt í einu í lagi að rækta undan henni þrátt fyrir að vera með brotið skott.
Ég vona bara að Guð hjálpi okkur að taka rétta ákvörðun.
Guð blessi ykkur
Fjóla mjög hugsi
Wednesday, November 14, 2007
Dagurinn í dag!
Ég fékk frí í vinnunni í dag alveg óvænt og er ég rosalega þakklát fyrir það vegna þess að það þýðir að ég get farið á Málþingið sem Davíð minn er búin að vera að skipulegga ásamt Benjamín. Það þýðir líka það að ég og davíð getum farið strax eftir málþingið að skoða hvolpinn okkar með mömmu vegna þess að hú er líka í fríi í dag þar sem hún vann í gær frá 8 um morguninn til yfir miðnæti alveg gegjuð.
Núna fer ég bara að taka til og gera fínt áður en littla skinnið kemur en ef við tökum hana (það eru 99% líkur) þá fáum við hana vonandi á laugardaginn. Ég er að fara að setja í vél, taka úr vél, þrífa búrið hans Mola fyrir hana (vegna þess að Moli er búin að vera að sofa í bleiku búri í 2 og hálft ár og hann fær nýtt), kaupa mat, ól og merkispjald svona til að byrja með.
Annars er ég að springa úr spenningi fyrir deginum og hlakka svo til.
Guð er góður takk fyrir allt
Kv Fjóla og Moli
Monday, November 12, 2007
Jæja hvað finnst ykkur um þessa?
Sunday, November 11, 2007
Thursday, November 08, 2007
Uppáhalds Rauðhausarnir mínir!
5. Ágúst Ólafsson: er Óperusöngvari, barriton. Ég kynntist honum fyrst í hlutverki Sweeney Todds í Íslensku Óperunni þannig að þið getið rétt ýmindað ykkur afhverju ég fíla hann svona mikið. Ég er honum æfinlega þakklát fyrir að kynna mér fyrir drungalegum heimi Sweeney
4. Dexter Morgen: Snar geðveiki fjöldamorðinginn Dexter er ein skemmtilegasti sjónvarpskaragter sem ég veit um. Hann er einn af þessum karagterum sem þú átt að vera ósammála því sem hann gerir en þú ert það ekki þvert á móti þú stiður hann heilshugar. Hann er svo rosalega siðspiltur að það er fyndið ;)
Tuesday, November 06, 2007
Bara fallegt!
Sunday, November 04, 2007
Engin hvolpur ein og staðan er núna
Það verða mikil ferðalög á okkur á næstunni og eins erfitt og það er þá held ég að þetta sé the right thing to do.
Við erum enþá í mög góðu sambandi við ræktandan og erum að vonast eftir að geta fengið hjá henni hvolp næsta sumar.
Ég og Moli skelltum okkur í HRFÍ hundagönguna niður Laugarvegin í gær og var það rosalega gaman. Við hjálpuðum til með hundafimina og fórum svo að hitta vonandi verðandi ræktandan minn vegna þess að Kristín vinkona er að fá hjá henni hvolp á morgun.
Um kvöldið voru Fróði og Trítla hjá mér meðan mamma þeirra var í vinnunni þau kúrðu bara héra uppí hjá mér og Mola og voru bara yndisleg. Það var bara svolítið gaman að hafa þrjá hunda ;).
Ég hef það ekki lengra í dag. Guð blessi ykkur.
Kveðja Fjóla og Moli