Við byrjuðum á því að heimsækja Benivendum þar sem við vorum öll vígð inn í MH. Við vorum fyrst á staðin audda og fengum því fyrst vísbendingu. Næst lágu leiðir okkar í garðin sem er rétt hjá MH (man ekki hvað hann heitir :( ). Við vorum því miður ekki fyrst þangað og var það heldur fúlt þar sem Davíð, Gugga og Vala elskuðu að núa okkur um nasir. Við þurtum að taka þátt í smá jóga æfingum sem Karó sáum og svo máttum við fara af stað. Þarátt fyrir að vera meira en 4 mín á eftir hinu liðinu mættum við samt fyrst á 3. hæð Kringlunar rtil að syngja fyrir Hildi Æsu Gleði, gleði, gleði þrisvar sinnum.
Næst var brunað upp í Hlíðar skóla þar sem tók við hver er maðurinn og bjór og Baylis drykkja. Ég varð að taka þátt í vitleysunni þar sem ekki var hækt að láta Rakel eina drekka allt þetta sull. Við náðum að giska á alla á met tíma eða Tryggva, George Cloony og Mig ;) og drifum okkur þá afstað þar sem beið okkur SIGUR :D HA HA HA HA.
Við fengum freiðivín í verðlaun og gátum við ekki verið sáttari. Reyndar átti hitt liðið engan séns þar sem ég var með Bronsmerkið okkar Mola um hálsin og Tommi er víst Captain America... trúið þið mér ekki? Jæja sjáið þið það þá bara sjálf!
Eftir leikin fengum við okkur svo nesti og heitt kakó í boði Hildar fyrir utan Laugardals laug og skeltum okkur svo í heitu pottana og í körfubolta strákar á móti stelpum en þá var Kalli kallin hennar Karó kominn í hópinn. Við fórum svo og rendum okkur nokkrumsinnum í rennibrautinni og svo var bara að gera sig til fyrir kvöldið en við fórum út að bora á Vegamót rosalega gaman. Þar kom svo restið af genginu og borðaði með okkur góður endir á góðum degi ;).
Ég lenti svo í því um daginn þegar ég var úti að labba með Mola að finna kanínu unga. Það er hús rétt hjá mér þar sem er fullt af kanínum fyrir utan og var litla skinnið búinn að tína þeim hann var komin yfir brúna og vissi ekkert hvert hann átti að fara. Ég tók hann með mér heim þar sem það voru strákar sem vildu kaupa hann af mér og ekki vildi ég að það gerðist og það var líka svo blautt og hann var svo hræddur. Ég hugsaði að kanski gæti ég komið honum einhvert eins og t.d. í húsdýragaðinn en því miður er hann fullur af kanínum. Ég ákvað því að sleppa honum aftur til hinna kanínanna og vona bar það besta því ekki gat ég fyrir mitt litla líf farið með hann á dýralæknastofu og látið lóga honum hann var bara of sætur til þess. Það var mjög freistandi að eiga litla greyið enda elskaði Moli hann gjörsamlega út af lífinu en við byrjuðum á því að kalla hann Knút Kanínu. Ég skelli inn myndum af skottinu og þið megið dæma sjálf hvort hann sé ekki sætur :D.
Njótið helgarinnar og ef ykkur leiðist megið þið kíkja á mig í vinnuna á Hringbraut bæó :D
Fjóla ;D
2 comments:
BBBBUUUNNNNYYYY!!!
Oh so cute! omg!
So you decided to go? I am really happy for you! I think it will be good for you baby girl. I am in Washington D.C. right now and will probably go see Clint and Jennifer and all them today. So...yes. Love you baby.
mig langar bara í kanínu aftur þegar ég sé þetta litla sæta kríli!! útsígútsí!!
kv Berglind
Post a Comment