Wednesday, October 03, 2007

Lífið þessa dagana

Gamlar minningar rjúka upp þegar maður sér gamlar myndir af Mola mínum bara sætt hvolpa skott. Fær mig til að geta ekki beðið eftir að fá annað skott til mín en ég bið og vona að allt gangi upp með Robba og Tyru :/.

Ég er eins og er að vinna á Hringbrautinni þar sem ekki tekst að ráða neinar manneskjur í vinnu í þessu Bakaríi alveg ferlegt ástand.

Marisa er að fara til N.Y. á morgun og ég á eftir að sakna hennar en ég veit að hún á eftir að skemmta sér allt of mikið til að sakna okkar hérna á klakanum ;).

Ég er altaf að skipuleggja framtíðina okkar í huganum alveg stanslaust og get ekki beðið eftir að það fari einhvað skemmtilegt að gerast í lífi mínu. Næstu skemmtileg heit eru Jólinn :D sem er ekki fyrr en eftir þrjá mánuði :(.

Moli er ynndislegur og lang skemmtilegastur. Við fórum saman í Hundafimi eftir margra margra mánaða pásu og ég bjóst nú ekki við því að hann myndi standa sig vel en nneeeiii min þaut í gegnum allt saman og gjörsamlega elskaði að vera með mömmu sinni að leika sér í tækjum og fá nammi ;9.

Ég ætla að reyna eins og ég get að fara út um páskana með Davíð til flórída og taka bílprófið og kaupa bíl Mustang JE BABY ;). Svo myndi ég svo vera í hundasnyrtiskólanum í 2 mánuði eftir það eða út maí. Planið er svo að koma heim og vinna og fara svoaftur út um miðjan júlí og vera í svona 3-4 vikur. Planið er að keyra til Virginíu fylkis á nýja Mustangnum JE BABY ;) og fara að heimsækja Clint og Jennifer, Colby og Annie og Jayson og konuna hans en þetta eru allt Ameríkanar sem komu og voru hér á Íslandi í sambandi við The Iceland prodjegt. Ég get ekki beðið :D
Tengdó, Guðlaug og Benjamín koma í mat á föstudaginn og ætla ég (þar sem ég er svo heilsusamleg) að bjóða engöngu upp á grænmetis rétti. Svo á bara að hafa það kósý og spila eða horfa á imban.

Á laugardaginn er svo fyrsta árshátíð MH gengisins og ég hlakka gegjað til. Við erum öll í hálfgerðri óvissu um hvað á að gera þar sem nokkrar stöllur ákváðu að taka að sér að skipuleggja allt þetta árið. Það eina sem við vitum er að við eigum að klæða okkur eftir veðri, vera með pening, sundföt, snyrtivörur og ... ja það er nú eginlega allt sem ég veit. Ég hlakka SVO til :D.
Um helgina er svo hundasýning HRFÍ og ég og Moli verðum valla langt undan en ég verð mjög líklega á sýningar bás á sunnudeginum og ég ætla að taka daginns snemma á sunnudeginum og mæta með Berglindi frænku að sjá Griffonana og heilsa upp á Ástu Maríu og Robba og líka Sillu og Tyru audda ;).

Annars hef ég verið að pæla hvernig geta þrjár ungar og gull fallegar konur verið sáttar með að deila á milli sín einum 83 ára kalli? Eru þærr kanski bara einfaldari en við hinar eða kanski bara miklu klárari en við hinar? hvað finnst ykkur? Ef þið eruð ekki búnin að fatta um hvaða gellur ég er að tala þá eru það þær Holly, Birdget og Kendra kærustur Hugh Hefner.

Jæja ég hef þetta ekki lengra í þetta skiptið en megi Guð blessa ykkur og varðveita og láta ykkur fá samvisku bita að vera ekki að commenta hjá mér ;) Nei bara DJÓKA (eins og Marisa myndi segja)


Kv Fjóla

1 comment:

Anonymous said...

Mega, mega, samviskubit.... ;o)
Var Davíð ekki búinn að láta þig vita að BR kemst ekki :-(
Hlökkum MJÖG mikið til að koma í hollustuna :D nammi, nammi, namm!!!
Knúsar
A7