Saturday, October 27, 2007

Hvað skal gera

Núna er ég í mikilli sálar kreppu yfir hugsunum mínum þessa dagana.
Ég er búin að fá second thought um hvort ég eigi að halda mig við að fa Griffon hvolp seint næsta sumar 2008 eða hvort ég eigi að fá mér Papillon hvolp sem hefur líka alltaf verið ofarlega á lista hjá mér.










Kostir Papillon:

1. Ekki eins dýrir
2. Mola kemur vel saman við þá tegund
3. Ekki eins erfitt að komast yfir réttan hund (get skoðað og valið á nokkrum stöðum)
4. Rosalega duglegir hundar (hlýðni, hundafimi o.s.fv.)
5. Fallegir audda
6. Kanski ekki eins húsbónda hollir og Griffoninn (veit að Griffoninn á það til að tengast ofur böndum við einn í fjölskyldunni)
7. Þurfa ekki mikla feldhirðu











Kostir Griffon

1. Mig hefur alltaf langað í þessa tegund
2. Vinnuglaðir hundar
3. Myndi fá hund hjá tveim konum sem mér líkar rosalega vel við og treysti fullkomlega
4. Rosalega fallegir audda
5. Fara ekki úr hárum

Svo ég segi bara alveg satt og rétt frá þá er ég svo hrædd um að ég sé bara að velja Griffon bara fyrir mig. Ég er þá ekki búin að hugsa útí Mola og Davíð alveg 100%. Mig langar svo mikið í Griffon að það er farið að loka fyrið allt annað. Ég veit að Mola kemur vel saman við þá Papillona sem hann hefur hitt og tel ég það vera vegna þess að þessar tegundir eru svo líkar á svo margan hátt. Ég tel að það hái soldið Griffoninum hvað hann er klesstur og eru þá sumir hundar sem skilja þá ekki útaf því.
Það getur vel verið að ég hafi rangt fyrir mér en þetta er það sem ég er að hugsa núna. Það þýðir ekki að ég ætli aldrei að fá mér Griffon. Málið er bara það að þeir eru dýrir eins og staðan er hér á Íslandi akkúrat núna og ekki er komin mikil reynsla á þá hérna heima.
Ég veit að Moli yrði góður með Papillon en ég er ekki viss með Griffoninn út af reynslu minni með hann og þeim Griffonum sem hann hefur hitt. Ég vil alsekki lenda í því að vera með tvo hunda sem kemur ekki 100% saman. Svo er það líka málið hvort það fæðist yfir höfð Griffon tík sem ég get fengið þar sem Griffoninn er ekki þekktur fyrir að vera með stór got og ég veit að ræktandinn ætlar að halda tík ef hún kemur. Þannig að ég er búin að bíða allan þennan tíma og svo verður ekkert úr því það yrði ansi fúlt. Mér þykkir samt leiðilegast af öllu að vera að hætta við, útaf ræktendunum.
Svo ég spyr hvað er best að gera? Ég hefði gaman af því að heyra hvað ykkur finnst

Kveðja Fjóla og Moli

4 comments:

Anonymous said...

úfff þetta er rosalega erfið ákvörðun! Mér finnst persónulega meira spennandi að fá griffon, en það er náttla spurning með verðið og hvort það komi tík yfir höfuð sem þú gætir þá fengið! hvenær ættu hvolparnir aftur að fæðast? er það ekki eftir svona ár?
annars finnst mér papillon mjög sætir þó ég hafi ekki mikla reynslu af þeim, en þeir eru náttla bjútí.
það er mjög jákvætt að griffon fara ekki úr hárum mindi ég segja. ohh ji ég bara veit ekki, er ekki bara spurning að þú leitir að papillon næsta sumar og ef þú finnur einhvern sem þú verður ástfangin af þá bara takiru hann og þá bara seinna fáiru þér griffon þegar þeir eru orðnir fleiri.
mindiru þá fá þér papillon tík?

kv Frænka

Fjóla Dögg said...

Já pottþétt tík.

Ég er að hugsa þetta erfitt mjög erfitt en ég bið bara Guð að leiða mig á rétta braut

Kv Fjóla

Jón Magnús said...

http://www.cuteoverload.com

you will die!

omg! i can´t even handle the cuteness of it all!

Anonymous said...

Ég myndi eins og Frænka segir skoða papillon hvolpa og athuga hvort það sé einhver tík sem þið fallið alveg fyrir. Það væri erfitt ef Mola og nýja hvutta kæmi ekki 100% vel saman og svo er svolítið leiðinlegt ef griffonar velja sér einn fjölskyldumeðlim (er samt svoleiðis með ótrúlega marga hunda)og líka leiðinlegt að þurfa að bíða lengi lengi ef engin tík skyldi koma. Mér finnast griffonar samt alveg æðislegir, kramdir og knúsulegir og fara ekki úr hárum en svo eru papillonar líka æðislegir. Hmmmm.. erfitt maður! Gangi þér vel að ákveða og mundu að það sem þú finnur í hjartanu þínu er yfirleitt rétt! :)