Monday, October 29, 2007

Jæja hvað finnst ykkur?

Þetta er Papillon tíkin sem við erum að spá í að fá okkur. Hún er eins og þið sjáið gull falleg og rosalega mikill orku bolti. Hún fer í aðgerð á fimmtudaginn og ef við ákveðum að taka hana þá fæ ég hana ekki næstu helgi heldur þarnæstu helgi s.s 10 nóvember.
Endilega látið mig vita hvað ykkur finst.

Kveðja Fjóla

6 comments:

Anonymous said...

je minn eini hvað hún er sæt!! hah ég held ég hafi aldrei séð svona marglita papillon í framan (ég hef náttla ekki séð þá mjög marga ;)) hún er æði
hvernig leist ykkur á hana?
kv frænkan :)

Anonymous said...

Okkur leist bara ágætlega á hana. En við ætlum að vera duglega að biðja fyrir þessu og þú mátt alveg hjálpa okkur ;D.
Læt þig vita meira þegar ég veit meira.

Kv Fjóla

Anonymous said...

jamm endilega ég bara bíð spennt :)
kv Belelind

Anonymous said...

Vá hvað hún er falleg! Af hverju eru hún að fara í aðgerð greyið?

Anonymous said...

Hún fæddist með náraslit sem háirhenni samt ekki neitt alveg rosalegur orkubolti ;). Það þarf bara að laga það og þá er hún alveg eins og ný en það má ekki rækta undan henni útaf þessu vegna þess að vöðvin getur rifnað upp aftur.

Fjóla

Æsa said...

Mér finnst þessi tík algjört æði, en þetta fer auðvitað allt á endanum eftir því hvað þú, Davíð og Moli viljið, þ.e. hvað hentar ykkur best.