Tuesday, July 23, 2013

Sumarið komið???????

Maður þorir varla að segja það upphátt af hræðslu við að það hverfi eins fljótt oh það kom. En dagurinn í dag er búinn að vera frábær. Ég held að hitinn hérna í garðinum heima hafi farið að minstakosti upp í 23 gráður og ég og hundarnir vorum gjörsamlega að bráðna. Salómon Blær tók upp á því þar sem sumarið var loksins komið að fara helst bara ekkert að sofa en mamma vann á endanum eftir að hafa sett hann út í vagn í skugga, tekið hann inn og sett hann í rúmið sitt, farið svo með hann í rúmið okkar, ákveðið svo að gefa honum brauðsneið þar sem hann var búin að halda sér svo lengi vakandi og svo loks á klósettið áður en ég setti hann aftur í vagninn en að þessu sinni var hann inni og þá virkaði það ;D. 
Afmælisgjöf drengsins er komin í hús (já eða svona nstum er úti í bíl enþá ;D) og vonum við sko sannarlega að drengurinn verði ánægður með gjöfina :D.
Ég er búin að vara að skipuleggja vikuna þar sem Davíð er í stóruverkefni og mikið að gera hjá honum en vonandi nær hann að draga sig eitthvað í burtu á föstudaginn svo við getum undirbúið laugardaginn.
En ég ætla að láta fylgja með nokkrar myndir frá deginum í dag :D.

 Við kíktum við í vinnuna hjá pabba og tókum hann með okkur að fá okkur smá Jó Jó ís sem var mjög gott :D

 Ég var sko í sumardressinu það var svo heitt :D

 Salómon Blær að ræða við Emmu

 og svo þarf auðvita aðeins að pirra hana með að koma við hana þegar hún er að reyna að sóla sig ;D


 Litli rauð hausinn

 Loksins loksins náði ég góðri mynd af því þegar Salómongrettir sig en þetta er náttúrulega óborganlegur sviður á barninu ;D

Í bílnum á leiðinni heim svo glaður og sæll :D

Knúsar og Guðblessi ykkur á þessum frábæra degi :D.

Fjóla og co

1 comment:

Anonymous said...

Vá vá vá, grettumyndin er klikkuð. Takk segja amma og afi í FL!