Thursday, July 25, 2013

Mikið búið að ganga á

Ef ég byrja á slæmu fréttunum. Hún Kristín vinkona mín lennti í þeim hræðilega atburði að Husky hundur reðst á Ylfuna hennar og leiddi til dauða hennar í gær :S. Það er mikill missir að missa hana Ylfu, hún var frábær í alla staði. Kristín ég get ekki sett mig í þín spor og bið fyrir þér elsku vinkona. 
En á laugardaginn verður afmælis partý hjá honum Salómon Blæ þar sem hann er að verða eins árs elsku litli gullmolinn okkar. Þetta verður bara lítið boð með nánustu fjölskyldu. Við erum búinað vara að taka til og þrífa í kvöld og undirbúa okkur fyrir stóra daginn. Ég bakaði eina köku og ætla ða baka köku og cupcakes á morgun, svo er ég búin að gera skinkuhornþannig að maður er alveg smá undirbúin sko ;D. 
EN Salómon fór í 12 mánaðaskoðuná miðvikudaginn og erum við komin með nýjar tölur í hús ;D. Kallinn er orðinn 10 kg of 670 g, 77,4 cm og hausinn 48,7. Það er greinilega farið að draga verulega úr öllum vaxtar hraða því stökkið núna er ekki eins stórt og frá skoðuninni á undan þessari. 
Annars erum við rosalega spennt fyrir stóra deginum á laugardaginn(og svo alvöru deginum á mánudaginn) en það er ótrúlegt að litli strákurinn minn sé orðinn svona stór. 


knúsar Fjóla og co

No comments: