Bestasti og flottasti strákurinn í heiminum fæddist í gær 29. júlí kl 2:54. Hann var svo indæll að mæta á settum degi enda veit hann hvað mamma hans er mikið fyrir að halda skipulaginu ;D.
Svo ég hlaupi nú kanski hratt yifr atburði síðastliðinna daga þá byrjaði þetta svona. Ég var byrjuð að fá hríðar snemma á morgni 28. júlí sem urðu meiri og jafnari eftir að við Davíð fóum út með Mola í smá labb kl 15. Eftir labbitúrinn jukust verkirnir og urðu mjög stöðugir. Við fengum tengdó í mat (þrátt fyrir að Davíð hafi spurt mig svona ca 100 sinnum hvort að hann ætti ekki að afboða þau) um kl hálf 8 en verkirnir voru orðnir þó nokkrir og mjög staðfastir þá eða svona 2-4 mín á milli.
Við ákváðum þá eftir að tengdó voru farin að hringja á Hreiðrið og sjá hvað þær sögðu þar þótt að mér finndist það eiginleg algjör vitleysa þar sem það gæti ekki verið að hann færi að koma strax og þetta væri nú eiginlega ekki neitt neitt, en Davíð náði að sannfæra mig um að fara og lagt var að sfstað með Mola til pabba og mömmu en ég sá alveg fyrir mér að við myndum ná í hann aftur eftir svona klukkutíma ;D.
Þegar á Hreiðrið var komið var ég sett í hjartalínurit (til að sjá hjartslátinn hjá prinsinum) og fannst ljósmóðurinni hann heldur hraður svo hún vildi fylgjast með honum. Hún tékkaði á útvíkuninni og var hún ekki nema 1 cm :S. Ég sat í hjartalínu ritinu í svona ca 2 tíma og var komin á það stig núna að vilja bara fara heim, ljósan kom aftur athugaði útvíkunina sem var þá komin upp í 3 cm en enn var verið að meta hvort við værum að fara heim eða ekki, þá gerðist það vatnið fór og allt fór á fult. Þetta var um kl 12:30 en þið sjáið að hann kom ansi hratt þrátt fyrir að mér finndist þetta vera heil eilífð.
Ég lenti í því að þurfa að vera klift sem var ekki spennandi, saumuð væntanlega svona 15-20 spor, legið dróst ekki rétt saman og fyltist af blóði þannig að ég fékk að minsktakosti 3 mismunandi samdráttarlyf. út af öllu þessu fékk ég alla athygglina fyrst um sinn og við fengum ekkert að vita hvða kallinn var stór fyrr en um kl 7 um morguninn. En þá koma tölurnar ;D. Prinsinn okkar var 3555 g, 50 cm að lengd og með höfuð mál 37,5 cm.
Við erum núna komin heim sæl og glöð og alveg ástfangin af drengnum sem er búin að vera mjög duglegur að taka brjóst og mjög tilitsamur við þreytta foreldra sína ;D.
Fyrsta myndin er af feðgunum saman komnir inn á herbergi eftir fæðinguna. Seini myndin er svo af mér með litla kallinum að tala við pabba og mömmu
Kallinn kominn í sín fyrstu föt soldið stór samt því maður var minni en mamma þorði að vona ;D
Pabbi orðinn afi í annað sinn á 6 mánuðum og mamma líka ;D
Guðlaug með litla frænda :D
Nýbakaða ammann :D
og ný bakaði afinn
Fyrsta fjölskyldumyndin öll glöð og ánægð
Kallinn kominn í heimfarasettið LAAAANGG FLOTTASTUR ;D
Mamma að kyssa litla strákinn sinn
Kominn í stólinn og tilbúinn að fara heim :D