Monday, July 30, 2012

Prinsinn okkar fæddur :D

Bestasti og flottasti strákurinn í heiminum fæddist í gær 29. júlí kl 2:54. Hann var svo indæll að mæta á settum degi enda veit hann hvað mamma hans er mikið fyrir að halda skipulaginu ;D. 
Svo ég hlaupi nú kanski hratt yifr atburði síðastliðinna daga þá byrjaði þetta svona. Ég var byrjuð að fá hríðar snemma á morgni 28. júlí sem urðu meiri og jafnari eftir að við Davíð fóum út með Mola í smá labb kl 15. Eftir labbitúrinn jukust verkirnir og urðu mjög stöðugir. Við fengum tengdó í mat (þrátt fyrir að Davíð hafi spurt mig svona ca 100 sinnum hvort að hann ætti ekki að afboða þau) um kl hálf 8 en verkirnir voru orðnir þó nokkrir og mjög staðfastir þá eða svona 2-4 mín á milli. 
Við ákváðum þá eftir að tengdó voru farin að hringja á Hreiðrið og sjá hvað þær sögðu þar þótt að mér finndist það eiginleg algjör vitleysa þar sem það gæti ekki verið að hann færi að koma strax og þetta væri nú eiginlega ekki neitt neitt, en Davíð náði að sannfæra mig um að fara og lagt var að sfstað með Mola til pabba og mömmu en ég sá alveg fyrir mér að við myndum ná í hann aftur eftir svona klukkutíma ;D.
Þegar á Hreiðrið var komið var ég sett í hjartalínurit (til að sjá hjartslátinn hjá prinsinum) og fannst ljósmóðurinni hann heldur hraður svo hún vildi fylgjast með honum. Hún tékkaði á útvíkuninni og var hún ekki nema 1 cm :S. Ég sat í hjartalínu ritinu í svona ca 2 tíma og var komin á það stig núna að vilja bara fara heim, ljósan kom aftur athugaði útvíkunina sem var þá komin upp í 3 cm en enn var verið að meta hvort við værum að fara heim eða ekki, þá gerðist það vatnið fór og allt fór á fult. Þetta var um kl 12:30 en þið sjáið að hann kom ansi hratt þrátt fyrir að mér finndist þetta vera heil eilífð. 
Ég lenti í því að þurfa að vera klift sem var ekki spennandi, saumuð væntanlega svona 15-20 spor, legið dróst ekki rétt saman og fyltist af blóði þannig að ég fékk að minsktakosti 3 mismunandi samdráttarlyf. út af öllu þessu fékk ég alla athygglina fyrst um sinn og við fengum ekkert að vita hvða kallinn var stór fyrr en um kl 7 um morguninn. En þá koma tölurnar ;D. Prinsinn okkar var 3555 g, 50 cm að lengd og með höfuð mál 37,5 cm. 
Við erum núna komin heim sæl og glöð og alveg ástfangin af drengnum sem er búin að vera mjög duglegur að taka brjóst og mjög tilitsamur við þreytta foreldra sína ;D.

 Fyrsta myndin er af feðgunum saman komnir inn á herbergi eftir fæðinguna. Seini myndin er svo af mér með litla kallinum að tala við pabba og mömmu 

 Kallinn kominn í sín fyrstu föt soldið stór samt því maður var minni en mamma þorði að vona ;D

 Pabbi orðinn afi í annað sinn á 6 mánuðum og mamma líka ;D

 Guðlaug með litla frænda :D

 Nýbakaða ammann :D

 og ný bakaði afinn

 Fyrsta fjölskyldumyndin öll glöð og ánægð

 Kallinn kominn í heimfarasettið LAAAANGG FLOTTASTUR ;D

 Mamma að kyssa litla strákinn sinn

Kominn í stólinn og tilbúinn að fara heim :D

Wednesday, July 25, 2012

Andvökunætur!!!!!!!

OHHHH..... hvað ég þoli ekki að geta ekki sofið. Maður sem er að reyna að safna orku fyrir ALVÖRU andvökunætur þegar strákurinn er mættur á svæðið þarf ekki á þessu að halda líka, allavegana finnsat þér það ekki :S. 
Ég er farin að vera með svona rútínu sem samanstendur af því að ég á eina góða nótt þar sem ég næ að sofa til svona 9-10 með meðal pissu ferðum um nóttina en þeirri nótt fylgir yfirleitt önnur sem samastendur af því að ég geti ekki sofnað, næ að sofna vakna aftur eftir svona 1-2 tíma og þarf þá að gera eitthvað til að dreifa huganum svo ég geti huksanlega náð að sofna eitthvað aftur :S. 
Þetta er soldið mikið pirrandi í nótt vegna þess að ég þarf svo á svegninum að halda þar sem ég er að fara í sveitina eld snemma í fyrramálið... en það lítur ekki út fyrir að ég eigi eftir að fá mikinn svefn :S. 

Vantaði svo að deila með ykkur þessum pirring mínum :9. 

Haldið áfram að sofa. 

Fjóla

Sunday, July 22, 2012

39. vikur :D

 Jæja þá er ég víst búin með 39 vikur og ef ég er heppin þá er bara ein vika í að kallinn komi... EF ég er heppin ;D. 

Tengdó komu með vögguna sem við erum að fá lánaða hjá Írisi og Jóni á nýja bílnum á laugardaginn. Hérna er búið að setja upp kripinn, Moli er búin að samþykja vögguna og allt er í góðu ;D. 

Það er ekki laust við að það sé komin smá óþolinmæði í mann en ég er að reyna að setja mig í stellingar að þurfa að bíða í 3 vikur í viðbó :S... það er ekki auðvelt. Þið miegið biðja fyrir því að kallinn láti sjá sig á réttum tíma ;9.

Knúsar Fjóla og litli kallinn sem er alveg til í að vera bara í bumbunni ;D

Tuesday, July 17, 2012

38 vikur :D

Jæja þá er maður komin rúmlega 38 vikur á leið. Allt gengur vel en það styttist óðfluga í litla kallinn sem er spennandi en á sama tíma mjög skrítið :).

Friday, July 13, 2012

Rólan komin í hús :D

Jæja þá erum við loksins komin með róluna í hús og er ég ekkert smá spennt að prófa hana á litla kallinn. Lögin í henni eru rosalega þægileg og er hækt að stilla bakið nánast eins og maður vill sem er frábært :D. 
Annars er nóg að gera hjá okkur í kvöld förum við í afmæli, á laugardaginn ætlum við að fara í geymsluna og fara í gegnum kassa, tala svo við Jón og Riss á skyp og svo um kvöldið förum við til Jessup fjölskyldunar og á sunnudaginn ætlum við að vera með smá grillveislu :D. 

En nóg um það ég sendi knúsa frá mér og vonandi fer bumbu kallinn að koma út bráðum ;D. 

Kv Fjóla og Prinsinn

Wednesday, July 11, 2012

37 vikur og 2 dagar :D

Jæja þetta styttist óðfluga þessi meðganga hjá mér. Strákurinn er duglegur að sparka í mig og er greinilega fullur af fjöri, stundum mætti halda að hann sé að reyna að brjóta  sér leið út ;D.
Við davíð höfum verið dugleg að skipuleggja okkur áður en strákurinn kemur en um síðustu helgi fór Davíð með pabba og keyfti hillur fyrir geymsluna og er hún núna MIKLU skárri en hún var enda komið meira skipulag :D. Ætli við reynum ekki að fara fyrripart laugardags og endur raða og henda því sem við viljum ekki eiga svo þetta sé sem mest tilbúið þegar prinsinn kemur. Ég er búin að taka nokkrar barna fata þvottavélar líka í vikunni og taka til og þrífa með hjálp mömmu. Pabbi og mamma komu svo hingað í gær og hjálpuðu mér að klára það sem hækt var að klára í garðinum eins og að mála þennan eina hlera sem var eftir, slá grasið, filla í holuna meðfram staurnum sem var lagaður á giðringunni og sá gras fræjum og blákorni. 
Annars erum við líka að skipuleggja að fara í dag og skoða aðstöðuna á Akranesi ef við skildum vilja eiga barnið þar, ég er að vonast til að komast í meðgöngunudd á morgun eða hinn, ætla að reyna að fara á hundasnyrtistofuna á föstudaginn og vera til hádegis þannig að það er nóg að plana og huksa. 
Við komumst að því þegar byrjað var að pakka í töku til að taka með upp á fæðingadeild að við þurfum að minsta kosti að pakka í þrjár töskjur, eina fyror okkur Davíð, eina fyrir prinsinn og eina fyrir Mola því hann þarf náttúrulega að fara í pössunn þegar við förum upp á fæðingadeild. 
En nóg með blaður ég ætla að koma mér út að gera eitthvað af viti. 

Knúsar Fjóla og Prinsinn ;D

Wednesday, July 04, 2012

Nýji bíllinn Tim Allen ;9

 Jæja eins og þið vitið væntanlega felst þá lentum við í því að þurfa að kaupa okkur nýjan bíl og LOKSINS er þeirri leit lokið. Þetta er búið að vera alveg hrillilega leiðinlegt og langdregið ferli en við teljum okkur vera búin að finna framtíðar fjölskyldumeðliminn hann Tim Allen.

 Ég var að vinna í hönum með pabba og mömmu hálfann daginn í dag og er hann sko farinn að líta vel út kallinn. Þetta er Toyota Avensis 2000 árgerð og keyrður 154.000 km sem er bara nokkuð gott :D. 

 Það er nóg skott pláss sme er einmitt það sem við vorum að leita eftir og er hann merkilega snyrtilegur miðað við aðra bíla sem við höfum verið að skoða. 

ég tók hann allan að innan og er bara þokkalega sátt með hvernig til tókst. Pabbi riðvarði og blettaði í nokkra staði að utan til að varna því að hann héldi áfram að riðga þar en það er mjög takmarkað rið í honum miðað við flest annað sem ég hef séð á undanförnum vikum. Hann var svo allur bónaður líka að utan og felgur og dekk hreinsuð þannig að hann  er eins og nýr :D. 

Ég ætlaði að fá Davíð í það með mér að prófa að festa baseið en komst svo að því að það er hjá afa og ömmu þannig að ég fer líklegast á morgun og næ í það þangað ásamt útilegu dótinu okkar sem er þar líka. 
Um helgina ætlum við Davíð svo að taka geymsluna okkar í gegn til að það sé afstaðið áður en litli prinsinn mætir á svæðið en það verður MIKILL léttir þegar það er afstaðið og við höfum komið á smá skipulagi þarna uppi. 

Við fórum líka til ljósmóðurinnar í dag og gekk all vel þar. Við fengum að vita það að hann er búin að færa sig örlítið (er núna með bakið hægrameginn), höfuðið er hreifanlegt þannig að hann er ekki fast skorðaður og ljóska heldur að hann sé svona um 3 kg að þyngd. Annars er allt annað gott og ekki hækt að kvarta yfir neinu. 

Ég ætla að koma mér í háttinn núna enda búinn að vera langur og góður dagur :D. 

Knúsar Fjóla og litli prinsinn

Tuesday, July 03, 2012

36 vikur og 2 dagar

Jæja þá lítur mnaður svona út þessa dagana, alveg að springa ;D. 
Annars er það að frétta af okkur hjónunum að við fórum á brjóstagjafanámskeið í kvöld, kennarinn mætti 40 mín of seint vegna þess að hún var búin að gleyma okkur og svo þegar hún mætti hefði hún alveg eins geta slefti því þar sem mér og Davíð fannst þetta algjör tímasóun því miðu :S. 
En til að koma með góðu fréttirnar þá erum við búin að kaupa okkur bíl... LOKSINS! Við fundum á blandinu fínan Toyota Avensis station sem við vonum að geri góða hluti fyrir okkur næstu árin án of mikilla óvæntna uppátækja :S. 
Ég þarf núna að leggja hausinn í bleyti til að finna nafn á kappann en það verður að vera tvö nöfn og þau verða að byrja á T.A ;D. 
EN ég og Davíð erum alveg rosalega fegin að vera búin með þetta bíla stúss enda ekki alveg það skemmtilegasta og alveg hrillilega þreytandi að vera að skoða svona mikið af bílum sem að manni finnst hver öðrum verri. 
Á morgun fer ég til ljósmóðurinnar okkar og ætla að reynað að pummpa hana um það hvernig hún haldi að strákurinn snúi og hvað hann sé stór og vona að hún segi mér eitthvað ;D. 

Annars segjum við bara over and out og Guð veri með ykkur 

Fjóla og sparkandi bumbu kall
 

Monday, July 02, 2012

35 vikur

Jæja þá er það 35 vikna myndinn en ég var aldrei búin að ná ða setja hana inn fyrir annasömu vikuna mína :S. En það kemur 36 vikna mynd væntanlega á morgun þar sem ég er komin í dag 36 vikur og 1 dag á leið :D. ..........................................
En það er sko búið að vera nóg að gera hjá okkur bumbukalli síðastliðna viku. Á þriðjudaginn fór ég upp í Vindáshlíð til að vinna sem sjálfboðaliði í eldhúsinu og var það alveg hreint frábært :D. Moli fékk meira að segja að koma með og vera með mér í þá daga sme ég var þar en ég var fram á föstudag :D.  
Á föstudaginn kom svo Davíð, Guðlaug og Sveinbjörn og náðu í mig til að fara í Veiðileysu og vorum við þar um helgina. Það var frábært veður og vona ég að ég hafi náð smá lit ;D. 
............................................
Annars er það annað í fréttum að við erum enþá að leita að bíl en erum búin að fá augastað á einum sem við erum spennt fyrir  og ætla ég að fara með pabba og mömmu að prufukeyra hann í dag og fá allar upplýsingar en það væri frábært ef hækt væri að klára þetta mál í dag. 
..............................................
Annars hefur mér aldrei liði eins ólétri og mér hefur liðið síðastliðna viku enda kanski ekki skrítið þar sem það er minna en mánuður í settann dag :S... soldið stressandi.
Við davíð erum að fara á brjóstagjafanámskeið á morgun þriðjudag og svo förum við til ljósmóðurinnar á miðvikudaginn. Planið er svo að reyna að komast á Akranes til að skoða spítalann þar og sjá hvort við höfum áhuga á að eiga þar eða ekki en það stendur til boða :D. 
Annars er bumbukallinn búin að vera að gera mömmu sinni lífið erfitt þar sem hann er að pota og sparka og snúa sér eins og einginn sé morgundagurinn :S. Ég er líka búin að vera með í bakinu en er öll að koma til eftir að ég komst í mitt eigið rúm (ahhhh). 
En annars var það ekki fleyra merkilegt sem gerðist hjá mér og segi ég því bara over and out og megi Guð vera með ykkur öllum :D

Fjóla og bráðum ekki Bumbukall ;D