Við áttum alveg yndislega Páska hátíð við hóninn en ég setti inn nokkrar myndir sem ég hafði tekið yfir páskana.
Þarna er páksa lambið en við buðum pabba, mömmu, Hlyn, Dísu og Adrían til okkar en p og m útveguðu lambið. Við settum það í poka með 500 g af smjóri ásamt hvítlauk og kryddjurtum, lokuðum pokanum vel setum lærið í pott og fyltum hann af volgu vatni. Lærið var svo sett inn í ofn í 18 klukkutíma við 67°C.
Allir að borða forréttinn
Þarna er svo aðalrétturinn umm hvað lærið var trubblað :D.
Við kenndum svo famelíunni spil sem heitir sett og það sló í gegn :D
Á Páskadag fengum við svo tengdó og Guðlaugu til okkar í hádegis mat en ég bakaði bollur, skínku horn og lúxusflétur með marsipani og súkkulaði :D
Jæja ég held ég skelli mér út með Mola minn núna þar sem ég er alveg að miggla að vera hérna heima :S.
Knúsar Fjóla og litli kall
1 comment:
Jii girnó :)
Knús Kristín
Post a Comment