Jæja þá er ég komin 25 vikur og 2 daga á leið þannig það þýðir að á morgun förum við til ljósmóðurinnar okkar. Ég er spennt að sjá hvað hún hefur að segja og hvað verður gert fyrir utan eitt auðvita... fara á vigtina :S þetta er svona óumflýjanlegt og þú VEIST að þú ert búin að þyngjast þannig að it will always be bad :9.
Annars fengum við pabba og mömmu í mat í gær í Pot roust sem var bara glettilega gott, eldað í langsuðupottinum okkar og borði fram með gulrótum, sætum- og venjulegum karteflum bakað í ofni og salati.
Það gengur annars allt vel með litla kallinn í bumbunni, ég er núna síðastliðnar vikur farin að finna fyrir honum allann daginn núna ekki bara á kvöldinn þegar ég leggst niður til að fara að sofa. Ég er samt enþá soldið þreytt eftir að ég kem heim og finn að ég þyrfti að leggja mig oftar en ég geri þannig að ég ætla að ræða það við Ljósmóðurina og sjá hvað hún segir.
En það eru allar líkur á því að hún Verónika vinkona í VIrginíu ætli að vera svo yndisleg að taka með rólu fyrir kallinn þegar hún kíkir til Íslands í sumar en það kemur betur í ljós seinna ;D.
En nóg með það ég ætla að koma mér í það að klára að lesa fyrir vokuna og reyna að byrja á fyrsta verkefni vikunar í skólanum ;D.
Knúsar Fjóla og töffarinn ;D
1 comment:
Frábært að allt gangi svona vel dúllan mín :)
Knús Kristín
Post a Comment