Monday, April 09, 2012

Búin að vera léleg :S...

... að blogga. En ég ætla að reyn að bæta úr því.
Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur um páskana í boðum og að fá fólk til okkar í mat. Við erum búin að broða ALLT OF MIKIÐ af páskaeggjum eins og kanski venjan er ;D. Mig hlakkar ekkert til að fara í vinnuna og að vyrja nýja viku í skólanum :S.
Við förum í 25 vikna skoðun í næstu viku (hélt að það væri í þessari viku, er greininlega einni viku á undan áætlun ;D). Annars finnst mér það hálf ótrúlegt að það séu mánuður frá því að við fengum að vita að við eigum von á strák :D.
Mig er farið að langa alveg hrillilega mikið fara að ákveða nafn á piltinn en það ætlar að reynast erfitt ;D.
annars hef ég það gott ef ég fer yfir meðgöngu kvartanirnar ;D. Ég borða bara allt of ikið finnst mér, er oft mjög þreytt og kæruleisið þegar að kemur að náminu og því sem þarf að gera er ROSALEGT :S.
Mér finnst eins og apríl sé að verða búinn eða að minsta kosti hálfnaður en er að átta mig á því núna að það er bara 9. :S.
Annars fer að líða að því að Benjamín komi frá USA og við förum að pannta kerruna okkar sem ég get ekki beðið að fara að gera :D. Annars er ég að fatta það núna að þið eruð ekki einu sinni búin að fá mynd af vanginum okkar... þarf að redda því sem fyrst ;D.
Annars erum við á góðri leið með að vera komin með allt það nauðsynlegasta áður en strákurinn mætir s.s. föt, slatta, frá 0-6 mánaða, snuddur (fult af þeim), rúmið, bað bala, taublayjur, vagn, barnabílstól, brjóstapumpu, burðarpoka, búin að redda að fá lánaða vöggu og eitthvað fleira sem ég man ekki. Það sem vantar er sæng og köddi, sængurver, ömmustól, matarstól (þarf ekki einn tveir og 10 augljóslega), brjóstagjafa púða og eitthvað fleyra sem ég man ekki eins og er.
En nóg með það ég heæd ég fari að koma mér í háttinn svo ég hafi einhverja orku í vinnunni á morgun :S.

Góða nótt og Guð veri með ykkur öllum.

Fjóla og Stráksinn

1 comment:

Anonymous said...

Vá komin með helling svo færðu kannski eitthvað í sængurgjöf ;)
En Dögun var mjög hrifin af svona rafmagsrólu sem hún átti þegar hún var pínu pons kom sér vel þar sem hún var magakveisu barn :)
Hlakka til að koma í heimsókn og sjá allt dótið :)
Knús Kristín